fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

MMR: Meirihluti stjórnenda á Íslandi svartsýnir og spá samdrætti í efnahagskerfinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskefinu á næstu 12 mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna úr Stjórnendakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 29. maí til 6. júní 2019. Stjórnendakönnun MMR skoðar meðal annars viðhorf stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til horfa í íslensku hagkerfi ásamt viðhorfa til mikilvægra þátta í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Stjórnendur voru svartsýnni á horfur í íslensku efnahagslífi nú heldur en við síðustu mælingu í febrúar 2017. Við síðustu mælingu sáu 86% stjórnenda fram á að íslenska hagkerfið myndi vaxa næstu 12 mánuðina en einungis 12% stjórnenda sjá nú fram á vöxt í hagkerfinu. Þá lækkaði hlutfall þeirra stjórnenda um tæp 38 prósentustig sem sem sáu fram á aukna eftirspurn á vöru/þjónustu en 32% sáu nú fram á aukningu í eftirspurn, samanborið við tæp 70% í síðustu mælingu. Hlutfall þeirra stjórnenda sem sáu fram á aukna veltu lækkaði um rúm 30 prósentustig milli mælinga og hlutfall þeirra sem sáu fram á aukna arðsemi lækkaði um 24 prósentustig.

Stór hluti stjórnenda (69%) gerði ráð fyrir að launakostnaður myndi aukast næstu 12 mánuði. Þá töldu 60% stjórnenda að launakostnaður myndi aukast eitthvað en 9% að hann myndi aukast mikið. Tæp 17% stjórnenda töldu að starfsmönnum fyrirtækisins/stofnunarinnar myndi fjölga á næstu 12 mánuðum, 53% töldu að starfsmannafjöldi yrði óbreyttur og 30% að starfsmönnum myndi fækka. Þá bjuggust 31% stjórnenda við að markaðsstarf myndi aukast og 17% að markaðsstarf myndi dragast saman en 51% töldu að markaðsstarf myndi haldast óbreytt.

Úrtak: Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi (forstjórar, framkvæmda-, fjármála- og markaðsstjórar)
Könnunaraðferð: Stjórnendavagn MMR (netkönnun)
Svarfjöldi: 908 stjórnendur
Dagsetning framkvæmdar: 29. maí til 6. júní 2019

Eldri fréttir sama efnis:
Október 2014: MMR stjórnendakönnun
Júlí 2014: MMR stjórnendakönnun
Desember 2013: MMR stjórnendakönnun
Júlí 2013: MMR stjórnendakönnun
Apríl 2011: MMR stjórnendakönnun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt