fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Gengið verður á græna svæðið í Elliðaárdalnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Elliðaárdalurinn er einstök náttúruperla í höfuðborginni okkar, höfuðborg allra landsmanna. Nú berast fregnir af því að meirihluti borgarstjórnar, sem gefur sig út á tyllidögum fyrir að setja umhverfismálin á oddinn, sé búinn að heimila uppbyggingu gríðarstórra mannvirkja í Elliðaárdalnum,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í morgun. Ný tillaga að deiliskipulagi á svæðinu sem samþykkt hefur verið í skipulags- og samgönguráði borgarinnar gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á Stekkjarbakka. Eru í tillögunni skilgreindir byggingarreitir fyrir samtals 43 þúsund fermetra.

Í frétt um málið í Morgunblaðinu segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að keyra eigi nýja deiluskipulagið áfram í skjóli sumarfrís borgarstjórnar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 18.000 fermetra verslunarrými á svæðinu, sem er í jaðri Elliðaárdals. Einnig á að reisa 4.500 fermetra gróðurhús og viðlíka stórt bílastæði.

Björn Gíslason skrifar enn fremur:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu lögðust gegn þessari tillögu, enda leggja allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur ríka áherslu á
verndun grænna svæða í borgarlandinu og leggjast gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu sem gengið gæti nærri slíkum svæðum.“

Tillaga meirihlutans að deiluskipulaginu verður lögð fyrir borgarráð í dag. Hvetur Björn í grein sinni Líf Magneudóttur, oddvita VG, til að leggjast gegn tillögunni í ljósi áherslna VG á umhverfismál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi