fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Ég lærði ensku af Mad

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Mad Magazine hefur lagt upp laupana. Það kemur ekki framar út mánaðarlega eins og það hefur gert síðan 1955. Þetta kemur svosem ekki sérstaklega á óvart, út um allan heim er verið að setja punktinn aftan við prentmiðla. Áfram munu þó koma út safnbækur með eldra efni úr Mad.

Mad var merkileg menningarstofnun. Það gekk út á endalaust skop og háð og hafði í sínum röðum flinka og fjölbreytta höfunda. Sjálfur kynntist ég Mad-blöðum heima hjá eldri bróður vinar míns. Ég heillaðist strax. Stundum fylgdu líka með fyndnir límmiðar og alls kyns skemmtilegt aukaefni.

Ég fór að kaupa Mad – hef varla verið eldri en tíu ára. Ég lærði ensku af Mad – það var minn stærsti skóli í því tungumáli. Ég þráði svo mikið að lesa þetta að ég varð að brjótast í gegnum textann. Svo bættust við Mad-bækurnar, með úrvali eftir helstu höfundana og samtíningi úr blöðunum.

Ég varð viðskila við Mad síðla á unglingsárunum. En mörgum árum seinna kom til mín lítill strákur sem átti heima i Ásvallagötunni eins og ég. Hann sagðist hafa heyrt að ég ætti safn af Mad. Upp úr því urðum við bestu vinir, þótt aldursmunurinn væri talsverður. Drengurinn var býsna kotroskinn, hann fékk hjá mér Mad-blöð og var þá strax farinn að æfa sig í fyndni.

Þetta var Ari Eldjárn – hann er nú grínisti á heimsmælikvarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu