fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Vigdís segir Vinnuskólamálinu ekki lokið – Heilaþvottur á ólögráða börnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið stendur nemendum Vinnuskólans til boða að fara í loftslagsverkföll og læra að gera kröfuspjöld og fara í kröfugöngu. Þetta telur borgarstjórnarflokkur Miðflokksins vera óboðlegt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi flokksins, segir að málinu sé hvergi nærri lokið og því verði vísað til félagsmálaráðuneytisins. „Ekkert, nákvæmlega ekkert, réttlætir það að Vinnuskólinn standi fyrir því að kenna börnum að gera mótmæltaspjöld og leiða þau í kröfugöngu.“

Vigdís segir að með þessu séu embættismenn Reykjavíkurborgar enn á ný komnir í pólitík. Í yfirlýsingu sem Vigdís birti í dag segir:

Vinnuskólamálinu er hvergi nærri lokið – við í minnihluta Umhverfis- og heilbrigðisráði ætlum að vísa því til félgasmálaráðuneytisins, sem sér um málefni barna Við óskuðum eftir þessum upplýsingum:

  1. Óskað er eftir afriti af tölvupóstum sem sendir voru á foreldra daginn áður en börn í Vinnuskólanum voru látin gera mótmælaskilti og sett í kröfugöngu

  2. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvað þau börn sem ekki tóku þátt í aktívistaverkefninu gerðu á meðan þau sem tóku þátt voru í Borgartúni að mála á og setja sama mótmælaspjöld

  3. Hvað eru mörg börn í Vinnuskólanum og hvað voru mörg sem tóku þátt í aktívistaverkefninu?“

Minnihlutinn í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur ætlar að vísa málinu til félagsmálaráðuneytisins sem fer með málefni barna. Í bókun minnihlutans um málið segir að með þessu framtaki sé Vinnuskólinn kominn langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Minnt er á ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um réttindi barna til frjálsrar hugsunar. Segir jafnframt í bókuninni að verkefnið séu pólitískt drifnar aðgerðir og að með þeim séu embættismenn borgarinnar að blanda sér í pólitík. Bókunin er svohljóðandi:

 „Í 14. gr. barnasáttmála sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Inngrip Reykjavíkurborgar í sumarvinnu ólögráða barna í Vinnuskólanum þar sem þeim var „boðið“ að taka þátt í mótmælum og gerð mótmælaspjalda er eins og í verstu lygasögu.

Vinnuskólinn er kominn langt, langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Nú þegar hefur málinu verið vísað til umboðsmanns barna. Yfirmönnum Vinnuskólans mátti vera ljóst að þessar aðgerðir yrðu afar umdeilanlegar hjá foreldrum og forráðamönnum. Samt var farið í þessar aðgerðir með börnunum á vinnutíma þeirra.

Hér er um grófan heilaþvott að ræða á ólögráða börnum. Borið var við á fundinum að þetta „verkefni“ væri framhald á mótmælunum sem áttu sér stað í vetur þegar ólögráða börn sem hafa skólaskyldu samkvæmt lögum mættu á Austurvöll.

Þessar aðgerðir Vinnuskólans nú eru pólitískt drifnar og þær voru ekki lagðar fyrir Umhverfis- og heilbrigðisráð. Embættismenn borgarinnar hafa enn og aftur blandað sér í stjórnmálin. Fulltrúar minnihlutans í ráðinu sjá sér ekki annað fært en að senda erindi til félagsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni barna, til úrskurðar um lögmæti aktívistaaðgerða Vinnuskólans. Ekkert, nákvæmlega ekkert réttlætir það að Vinnuskólinn standi fyrir því að kenna börnum að gera mótmælaspjöld og leiða þau í kröfugöngu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus