fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór segir viðbrögð FME sýna að hann var í fullum rétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 19:07

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að dreifibréf Fjármálaeftirlitsins (FME) til lífeyrissjóða í dag staðfesti að VR hafi verið í fullum rétti til að skipta út fulltrúum í stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. VR kippti tveimur fulltrúum úr stjórninni nýverið og hefur ákvörðunin verið umdeild. Hefur verið mjög verið deilt um hvort þessi afskipti VR af lífreyrissjóðnum séu réttmæt. Ragnar segir að ítarlega hafi verið farið yfir málið með lögmönnum VR og allur vafi tekinn af um að ákvörðunin hafi verið lögmæt. Segist hann vænta þess að ný stjórn lífeyrissjóðsins verið skipuð á næstu dögum. FME segir að setja þurfi skýrari reglur um afturköllun umboða til stjórnarsetu í lífeyrissjóðum.

Yfirlýsing Ragnars Þórs

Í dag sendi FME frá sér dreifibréf til lífeyrissjóðanna sem felur í sér tilmæli um það að setja þurfi skýrari reglur um afturköllun umboða og með hvaða hætti það verði gert í framtíðinni.

Með þessu staðfestist það sem við höfum alla tíð haldið fram að það er ekkert sem bannar okkur og skipta út fulltrúum okkar og vísum þannig í reglur okkar um fulltrúaráð VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem öll stjórn VR samþykkti á sínum tíma að meðtöldum fráfarandi stjórnarformanni LIVE.

Við funduðum í byrjun árs með lífeyrissjóðnum þegar við vorum að vinna breytingar á samþykktum sjóðsins vegna nýrra reglna um skipun stjórnar, sem taka gildi í haust.

Á þeim fundi var sameiginlegur skilningur beggja aðila að reglur um afturköllun umboða yrðu settar af skipunaraðilum sem í okkar tilfelli er fulltrúaráð VR í lífeyrissjóðnum. Forsvarsmenn sjóðsins og VR voru því sammála um að setja EKKI slíkar reglur í samþykktir sjóðsins heldur væru þær settar af skipunaraðilum.

Þessi sjónarmið og staðfesting á því að þessi fundur var haldin með forsvarsmönnum sjóðsins í byrjun árs hafa ekki fengið áheyrn FME en VR var aldrei beðið um greinargerð eða frekari útskýringar á okkar sjónarmiðum í málinu sem hlýtur að teljast frekar sérstakt af eftirlitsstofnun sem predikar hæst um fagleg vinnubrögð.

Við munum að sjálfsögðu virða ábendingar FME um að fylgja góðum stjórnarháttum, sem við höfum ætíð gert, en það er gott að fá það staðfest af FME að engar reglur eða lög voru brotin og við í fullum rétti.

Við höfum nú þegar farið ítarlega yfir málið með lögmönnum félagsins sem taka af allan vafa í þessu máli. Ég reikna með að ný stjórn verði kölluð saman við fyrsta tækifæri.

Nú verður fróðlegt að vita hvort FME taki möguleg lögbrot stjórnar LIVE vegna vaxtahækkunar jafn föstum tökum og úrskurði þar um hið fyrsta. Ég hef fengið það staðfest að þónokkrir einstaklingar og félagasamtök hafa sent inn kvörtun til FME og Neytendastofu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“