fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín: „Stór aðili í sykurinnflutningi sem sleppur alveg við þetta“ 

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 09:56

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir sykurskattinn sem er hluti af aðgerðaráætlun Svandísar Svavarsdóttur og Landlæknisembættisins, fela í sér mismunun, þar sem honum sé aðeins beint að sumum fyrirtækjum sem noti mikið magn af sykri í sínum vörum, meðan önnur sleppi.

Aðspurð hvort eitthvað annað en lýðheilsusjónarmið sé forsenda tillögurnar, nefnir hún að það veki furðu að gos og sælgæti sé tekið út fyrir sviga, en samkvæmt tillögunum er ekki fyrirhugað að hækka skatt á kökum, kexi, ís eða mjólkurvörum:

„Uppleggið vekur furðu. Ef það er hægt að treysta einhverju hjá þessari ríkisstjórn þá er það að slá skjaldborg um sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar,“

segir Þorgerður við Fréttablaðið og telur fyrirtækjum mismunað:

„Þessi mismunun á vörutegundum er mjög sérstök. Á meðan eitt fyrirtæki uppi á Höfða sem framleiðir gosdrykki er skattlagt í botn þá er annað fyrirtæki í 100 metra fjarlægð, stór aðili í sykurinnflutningi, sem sleppur alveg við þetta, það er Mjólkursamsalan,“

segir Þorgerður.

15% sætindi

Samkvæmt Sunnu Marteinsdóttur, verkefnastjóra í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, er fyrirtækið ekki stórtækt í sykurinnflutningi:

„Mjólkursamsalan hefur markvisst unnið að því að minnka sykur í sínum vörum frá árinu 2003 og í dag eru um 85% af öllum okkar vörum án viðbætts sykurs. MS kaupir árlega um 1-2% af heildarsykurinnflutningi í sína framleiðslu en stærstu aðilarnir í kaupum á sykri eru um 10 sinnum stærri en MS.“

Fátækir ekki eins fróðir

Samkvæmt Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra hjá Embætti landlæknis og eins höfunda aðgerðaráætlunarinnar, sýna rannsóknir að skattlagning breyti hegðun, sem sé markmiðið, því tekjulágir hafi minni menntun og lifi óheilbrigðara lífi og lifi því skemur.

Þorgerður Katrín er ósammála:

„Ég er ekki sannfærð um að þessi útfærsla á skattlagningu geti breytt hegðun. Upplýsum neytandann í staðinn fyrir að skattleggja hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG