fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Davíð um Morgunblaðið: „Ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ein­hverj­ir hafa kvartað yfir því að Morg­un­blaðið hafi talið sig eiga sam­leið með 58 pró­sent­um stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í orkupakka­mál­um. Blaðið bind­ur sig ekki við flokka en er þó ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki.“

Svo ritar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í leiðara blaðsins í dag, hvar hann fjallar um skoðanakannanir og þriðja orkupakkann. Hann nefnir að ofan könnun MMR þar 48% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins mæltist andvígt innleiðingu þriðja orkupakkans.(58% þeirra sem tóku af­stöðu)

Davíð hefur að undanförnu talað gegn sínum gamla flokki hvar hann gegndi formennsku og í raun afneitað honum vegna ýmissa mála, þó aðallega vegna þriðja orkupakkans. Sögulega séð hefur Morgunblaðið ávallt verið tengt Sjálfstæðisflokknum og sat blaðamaður þess þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins áratugum saman, þó svo langt sé síðan að því var hætt.

Davíð virðist horfa meira til þess sem Miðflokkurinn hefur fram að færa, og virðist oftast sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, heldur en Bjarna Benediktssyni, en það nær alveg aftur til Icesave málsins skömmu eftir hrun.

Stórt ef

„Morg­un­blaðið er borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Svo skrifaði Davíð um Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurbréfi fyrr í þessum mánuði og virðist því ekki telja Bjarna fylgja stefnu flokksins.

„Hvernig í ósköp­un­um get­ur einn þing­flokk­ur komið sér þannig út úr húsi hjá sín­um stuðnings­mönn­um? Sér­hver stjórn­mála­flokk­ur sem upp­götvaði að 20-30% stuðnings­manna hans væri and­víg­ur máli sem breyst hefði í stór­mál sem hann sæti uppi með yrði mjög hugs­andi. En hvað þá þegar 58% stuðnings­manna flokks botna ekk­ert í því hvert hann er að fara. Þá er eitt­hvað stór­kost­lega mikið að,“

segir Davíð í leiðaranum og bætir við:

„Það eina óskilj­an­lega er að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er úti að aka með öðrum en stuðnings­mönn­um sín­um og jafn­vel lak­ar stadd­ur í þeim efn­um en þegar flokkn­um var óvænt ýtt skýr­ing­ar­laust út á svipað forað í Ices­a­ve­mál­inu forðum.“

Ráða smáflokkarnir för ?

Davíð nefnir einnig að afstaða stuðningsfólks Pírata sé að breytast hratt, en þingmenn Pírata hafa sett ýmis spurningamerki við þriðja orkupakkann. Davíð vitnar í könnun sem sýnir að andstaða meðal stuðningsmanna Pírata hafi aukist verulega og mælist nú 34% og ekki síst meðal yngra fólks.

Um „smáflokkana“ segir Davíð:

„Könn­un­in sýn­ir einnig að þetta skrítna mál þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til at­lögu við yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta stuðnings­manna sinna, hef­ur ein­göngu góðan stuðning hjá kjós­end­um smá­flokk­anna Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, eða um 74% fylgi hjá hvor­um. Ráða þeir virki­lega ferðinni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Elis er látinn
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“