fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Sorgarsaga á Norðurskautinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. júní 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vera hers á Íslandi og aðild að Nató hefur ekki verið frágangsmál á Íslandi síðan á árunum eftir 1970. Þá sat vinstri stjórn sem nötraði um tíma vegna hers og Nató. Þá voru leiðtogar stórveldanna Nixon og Brésnev. En samt var það nú svo að stjórnin sprakk ekki vegna þeirra mála. Síðan hafa setið vinstri stjórnir, nú síðast hreinræktaðasta vinstri stjórn sögunnar þegar VG og Samfylkingin stjórnuðu saman, og þær hafa ekki hróflað við varnarmálunum.
Nú heyrir maður að óánægju gætir vegna þess að Bandaríkjaher er að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og íslenska ríkið þarf að leggja aðeins meira fé til Atlantshafsbandalagsins en ætlað var.

Staðreyndin er sú að hlutir eru að þróast með afar hvimleiðum hætti í Norðurhöfum. Rússar standa þar fyrir stórfelldri hervæðingu. Nágrannar þeirra Norðmenn eru farnir að hafa af því miklar áhyggjur og hafa aukið viðbúnað sinn. Og nú eru Bandaríkin aftur farinn að horfa aðeins til þessa svæðis – þótt aðalfókus þeirra sé reyndar á aðra heimshluta.

Þetta er sorgarsaga. Suðurskautið er alþjóðlegt friðland, herlaust svæði og nýtur mikillar verndar. Annað er uppi á teningnum á Norðurheimskautinu. Nú hopar ísinn þar og það magnar upp vígbúnað – enda hyggja þjóðir sem búa við Norðurskautið á stórfellda rányrkju. Rússar eru þar fremstir í flokki. Þarna mun brátt hefjast mikil skipaumferð og sókn í auðlindir – með hervald að bakhjarli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Elis er látinn
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“