fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Marteinn Mosdal: Tekinn hefur verið upp fituskattur til þess að rétta af hlut ríkissjóðs

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 18:00

Mynd-Facebooksíða Marteins Mosdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marteinn Mosdal, hinn skeleggi talsmaður Ríkisflokksins, segir á Facebook að flokkurinn hafi tekið uppsvokallaðan fituskatt. Markmiðið sé að rétta af hlut ríkissjóðs:

„Á meðan þegnar landsins fitna þá rýrnar ríkissjóður dag frá degi. Þetta ójafnvægi getur ekki staðið mikið lengur. Því hef ég … ég meina Ríkisflokkurinn tekið upp fituskatt til þess að rétta af hlut ríkissjóðs. Nú verða þegnar landsins að greiða fyrir hvert kíló sem þeir vega. Offitusjúklingar munu því borga meira en fólk sem er í kjörþyngd. En allir verða að borga fyrir sín kíló. Enda eru kíló ónýttur tekjustofn fyrir ríkið,“

segir Marteinn og nefnir að tekjur af skattinum muni verða nýttur í ferða-og risnusjóð stjórnmálamanna:

„Tvær flugur eru slegnar með einu höggi með þessum skatti. Þetta virkar hvetjandi á fólk til þess að léttast og þetta minnkar álag á ríkissjóð, vegna ferða og risnu. Undanþegnir þessum skatti eru stjórnmálamenn. Fyrstu fimm kílóin eru frí.“

Grín eða ádeila ?

Til að taka af allan vafa, þá er Marteinn Mosdal ein dáðasta persóna Ladda, Þórhalls Sigurðssonar, eins ástsælasta leikara/grínista landsins og því augljóslega um grín að ræða. Ekki er þó vitað hver stendur að síðunni, en Þórhallur sonur Ladda, sagði við Eyjuna að hún væri ekki á vegum þeirra feðga.

Hinsvegar má setja þetta glens í samhengi við sykurskattinn sem Svandís Svavarsdóttir og Landlæknisembættið hyggjast koma á í nafni lýðheilsusjónarmiða, en ekki eru allir á eitt sáttir með þær fyrirætlanir og segja skattinn leggjast þyngst á tekjulága, hann feli í sér mismunun og skerði samkeppnisstöðu. Þá sé það almennings, ekki ríkisins, að stjórna eigin neysluháttum.

Þannig má líta á glensið sem ádeilu, enda virðast margir hnussa við sykurskattinum, líkt og líklega margir myndu gera einnig, ef tekinn yrði upp fituskattur fyrir alvöru.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus