fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Forsætisnefnd Alþingis fellst á álit siðanefndar um brot Þórhildar Sunnu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 07:55

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöðu siðanefndar þingsins um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit siðanefndarinnar var afgreitt á fundi forsætisnefndar á föstudaginn eftir að þingstörfum lauk. Álitið verður birt á vef Alþingis í dag.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Ummælin, sem um ræðir, lét Þórhildur Sunna falla í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Þar sagði hún að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann fékk frá Alþingi á grundvelli akstursdagbókar.

Fréttablaðið segir að í áliti siðanefndar segi að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna en af þeim leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáning er sett fram og við hvaða aðstæður. Siðareglurnar lúti því ekki að efni tjáningarinnar heldur að ytri búningi hennar, til dæmis háttvísi og aðferð.

Nefndin hafnar athugasemdum Þórhildar Sunnu um að rétt væri að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummæla hennar og því ætti að vísa málinu aftur til siðanefndarinnar til meðferðar. Forsætisnefnd telur sig ekki fara með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem hún fær til skoðunar á grundvelli siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?