fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Mikið verk óunnið varðandi jafnlaunavottun – Fjöldi fyrirtækja á enn eftir að fá vottun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 07:59

Landspítalinn er stór vinnustaður og þarf því að öðlast jafnlaunavottun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins þriðjungur þeirra fyrirtækja og stofnana, sem þurfa lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok, hafa öðlast slíka vottun nú. Fjórir vottunaraðilar sinna þessu en sérfræðingar telja að þeim þurfi að fjölga. Ljóst er að ekki mun takast að ljúka vottun allra, sem hana þurfa, fyrir áramót.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Lög um jafnlaunavottun voru sett þegar Þorsteinn Víglundsson var félags- og jafnréttismálaráðherra. Þau ná til fyrirtækja og stofnana með fleiri en 250 starfsmenn. Þau áttu að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok síðasta árs en gildistöku laganna var frestað um eitt ár í nóvember á síðasta ári.

Fréttablaðið hefur eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni viðreisnar og flokkssystur Þorsteins, að það þurfi að klára þennan kúf. Hún sagðist velta því fyrir sér hvort frestun gildistöku laganna hafi haldið aftur af hraðanum við vottunina og vonast til að gildistöku laganna verði ekki frestað aftur.

„Ég held að það væru vond skilaboð ef menn ætla eitthvað að fara breyta gildistökunni aftur. Ég trúi ekki að ríkisstjórnin með Vinstri græn í broddi fylkingar muni leggja áherslu á það heldur miklu frekar það að leysa úr þessu.“

Er haft eftir Þorgerði og bætti við að í heildina séu málin á réttri leið en það þurfi að horfa á þau með ákveðnum raunsæisgleraugum.

„Þetta má heldur ekki verða til þess að menn hummi þetta fram af sér. Ég vona að ríkisstjórnin gefi út þau skilaboð að það sé ekki rétta leiðin, heldur reynum við bara að vinna okkur í gegnum þetta. Þetta verður að vinnast í góðri samvinnu atvinnulífs og Jafnréttisstofu. Ég treysti þessum fagaðilum til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur