fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Algjörlega óhæfur til að verða forsætisráðherra

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. júní 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Max Hastings, einn virtasti blaðamaður Bretlands, fyrrverandi ritstjóri The Daily Telegraph og The Evening Standard, skrifar óvenjulega harkalega grein um forsætisráðherraefnið Boris Johnson. Hastings er líka sagnfræðingur og hefur skrifað fjölda bóka, aðallega um heimsstyrjöldina síðari og fleiri styrjaldarátök á 20. öld.

Hastings segist einu sinni hafa verið ritstjóri Boris Johnson, þá var Johnson ungur blaðamaður. Hann telur að Johnson sé algjörlega óhæfur til að verða forsætisráðherra. Hann hugsi um ekkert nema frama sinn, frægð og eigin þarfir. Johnson sé ófær um að koma fram af virðingu, hann sé hugleysingi sem segi fólki það sem það vill heyra, alveg burtséð frá því hvaða afleiðingar það kunni að hafa klukkutíma síðar.

Johnson sé veikur persónuleiki, hann telji sjálfan sig líkjast Winston Churchill (Hastings hefur skrifað bækur um hann), en í rauninni sé hann nær grínþáttafígúrunni Alan Partridge.

Churchill hafi vissulega verið mjög upptekinn af sjálfum sér, en um leið hafi hann haft mikla samlíðan með fólki. Í fari Johnsons beinist allt slíkt að honum sjálfum, segir Hastings.

Johnson ætti í raun að vera í skemmtanaiðnaðinum, segir Hastings. Það gæti hins vegar verið lán hans að eini leiðtogi Verkamannaflokksins sem hann gæti sigrað í kosningum sé Jeremy Corbyn. Corbyn sé heiðarlegri maður, en hann sé haldinn ýmsum ranghugmyndum.

Hastings, sem nota bene er enginn vinstri maður, segir í lok greinarinnar að Íhaldsflokkurinn sé í þá mund að troða smekklausum brandara upp á Breta – og þeim muni varla finnast hann fyndinn lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran