fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Landvernd: „Enn eitt dæmið um þau ófaglegu vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og hreppsnefnd Árneshrepps hafa viðhaft“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 13:47

Auður Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landvernd og níu önnur umhverfisverndarsamtök hafa sent lífeyrissjóðum sem saman eiga meirihluta í HS Orku bréf þar sem þau hvetja lífeyrissjóðina til að beita sér gegn eyðileggingu Drangajökulsvíðerna, vegna fyrirhugaðrar byggingu Hvalárvirkjunar.
Í bréfinu eru álit sem mæli gegn  Hvalárvirkjun sögð hundsuð og vinnubrögðin ófagleg:
„Kæra landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í dag er enn eitt dæmið um þau ófaglegu vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og hreppsnefnd Árneshrepps hafa viðhaft varðandi Hvalárvirkjun. Álit Skipulagsstofununar á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sem er mjög neikvætt er hundsað, tillaga Náttúrufræðistofnunar Íslands um að svæðið verði friðlýst er líka hundsuð og hagkvæmni virkjunarinnar er háð því að milljörðum af almannafé verði ráðstafað til framkvæmdarinnar.
Nú kemur í ljós enn ein handvömmin í undirbúningi virkjunarinnar þar sem eigendur vatnsréttinda á hluta svæðisins hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar landi þeirra er ráðstafað vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda.  Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi. Virkjunin er ekki forsenda fyrir bættu raforkuöryggi á Vestfjörðum, til þess eru til margar aðrar áhrifaríkari leiðir sem ekki valda viðlíka spjöllum á íslenskri náttúru. Landvernd krefst þess Vesturverk og HS Orka  stöðvi allar framkvæmdir við þessa virkjun sem aldrei hefur verið grundvöllur fyrir.“
Bréfið í heild sinni:
Áform um Hvalárvirkjun og ábyrgð lífeyrissjóða sem eigendur HS Orku
Áform um Hvalárvirkjun hafa verið knúin áfram þrátt fyrir að framlögð gögn og umfjöllun um umhverfisárhrif sýni að verðmætum víðernum og náttúru verði spillt varanlega við gerð fjölmargra stíflna og lóna, með víðtækri vegagerð, skurðgreftri og jarðvegsflutningum.
Fagrir fossar munu hverfa í framkvæmdum sem valda óafturkræfum skaða á náttúru tveggja fjarða. Óbyggð víðerni yfir þúsund ferkílómetrar að stærð, sem njóta verndar, munu skerðasta verulega. Þessi óheillaþróun byggir á mistökum sem voru gerð við rammaáætlun þegar Hvalárvirkjun var sett í nýtingarflokk þrátt fyrir að gögn sem á þeim tíma lágu fyrir sýni glöggt að ekki voru forsendur fyrir því. Mat á umhverfisáhrifum og niðurstaða Skipulagsstofnunar um matið staðfestir þetta.
Þann 13. júní 2019 veitti sveitarfélagið framkvæmdarleyfi til að hleypa þessari atlögu gegn landinu af stað. Þar er gert ráð fyrir miklum óþarfa framkvæmdum við vegagerð á einum stærstu samfelldu víðernum Evrópu.
Hingað til hafa rannsóknir vegna vatnsaflsvirkjana verið framkvæmdar með það í huga að valda sem minnstu raski. Rannsóknir geta eðli málsins samkvæmt leitt til þess að hætt verði við framkvæmd þar sem fram koma nýjar og gagnlegar upplýsingar sem hafa áhrif á allar forsendur. Því er mikilvægt að lágmarka öll spjöll á rannsóknarstigi, viðhafa vinnubrögð sem lýst er í meðfylgjandi skjali og viðhöfð hafa verið á Íslandi fram til þessa. Hjá HS Orku og dótturfyrirtæki þess Vesturverk kveður við annan tón. Fyrirtækið hyggst eyðileggja sem mest í nafni rannsókna og ganga í berhögg við sjálft rannsóknarleyfið þar sem segir að takamarka verði sem kostur er neikvæð umhverfisáhrif rannsókna.
Enn er tími til að leiðrétta þessi mistök. Lífeyrissjóðir í eigu landsmanna sem í dag eru jafnframt stórir hluthafar í HS Orku, geta gripið í taumana og forðað þjóðinn frá óafturkræfu umhverfisslysi og stöðva þá sóun sem felst í frekari undirbúningi.
Við hvetjum því lífeyrissjóðina okkar að íhuga þá stöðu þeir eru komnir í sem ábyrgir aðilar í eigu landsmanna. Við hvetjum þá til að fylgja þeirri stefnu sem þeir hafa sett sér og sýni verki að þeir taki umhverfismál alvarlega. Við teystum því að lífeyrissjóðirnir geri það sem í þeirra valdi stendur sem ábyrgir eigiendur HS Orku og þar með dótturfyrirtækis þess Vesturverks sem fengið hefur þá framkvæmdaleyfisem vísað er til hér að framan.
Til frekari glöggvunar á málavöxtum fylgja hér í viðhengi athugasemdir sem Landvernd lagði fram þegar deiliskipulagið sem framkvæmdaleyfið byggir á var til meðferðar. Jafnframt bendum við á nýlega ritið „Gullfossar Stranda“ með myndum af þeim náttúruverðmætum sem eru í húfi verði af þeirri framkvæmd sem hér hefur verið lýst.
Virðingarfyllst,
Náttúruverndasamtök Austurlands Andrés Skúlason Náttúruverndarsamtök suðvesturlands Helena Mjöll Samtök um Náttúrurvernd á Norðulandi Harpa Barkardóttir Eldvörp, samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Ingibjörg Eiríksdóttir Landvernd Auður Önnu Magnúsdóttir Náttúruverndarsamtök Íslands Árni Finnsson Ófeig náttúruverndarsamtök Snæbjörn Guðmundsson Rjúkandi Rakel Valgeirsdóttir Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Harpa Barkardóttir Ungir umhverfisverndarsinnar Pétur Halldórsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir