fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Egill Helgason
Laugardaginn 22. júní 2019 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk sækir ekki í verslanir eins og okkar lengur,“ segir einn af eigendum Lífstykkjabúðarinnar sem nú lokar endanlega eftir að hafa verið í Miðbænum í meira en hundrað ár. Sömu leið fer snyrtivöruverslunin Sigurboginn sem er á sömu slóðum, ofarlega við Laugaveginn.

Þetta er lóðið. Það er ekki hægt að kvarta undan skorti á bílastæðum við þessar búðir. Vandinn er að verslanir af þessu tagi berjast alls staðar í bökkum. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í Bretlandi er endalaust verið að tala um vanda verslunar við aðalgötur, því sem nefnist high street, það er stöðugur samdráttur ár eftir ár.

Og í Bandaríkjunum loka verslanakringlur unnvörpum. Það má skoða vefsíður með dauðum verslanakringlum.

Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Verslun á internetinu hefur stóraukist. Föt er hægt að kaupa í ódýrum tuskubúðum eins og H&M, Lindex og Primark. En ein meginbreytan eru breyttir neysluhættir. Ungt fólk kaupir einfaldlega ekki jafn mikið dót og foreldrar þess, afar og ömmur. Heimurinn er næstum mettur af drasli. Yngri kynslóðin eyðir frekar peningum í upplifanir, ferðalög og veitingahús.

Þetta boðar ekki gott fyrir hefðbundna verslun. Í Reykjavík hefur verið byggt upp gríðarlega mikið af verslunarrými undanfarin ár. Maður sér ekki betur en að mikið af því sé alveg óþarft. Það mun aldrei nýtast – nema þá ef leiguverð verður keyrt niður í nánast ekki neitt. En líklega er engin von á því.

Ljósmyndina hér að ofan tók Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Hún sýnir nýopnaða verslun við Hafnartorg. Líkt og greina má í glugganum er þegar hafin útsala – afslátturinn er allt að 50 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna