fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

VR: Álag banka og lífeyrissjóða á íbúðalán hefur aukist

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi umræðu síðustu missera um húsnæðislán og vexti hefur VR látið greina verðmyndun og þróun vaxta íbúðarlána. Niðurstaðan er sú að vextir á húsnæðislánum hafa ekki lækkað í takt við lækkun vaxta á markaði undanfarið, álag fjármálafyrirtækja hefur hækkað. Þá geta lántakendur hér á landi illa gert sér grein fyrir því hvernig vextir lánastofnana eru ákvarðaðir. Þetta má lesa úr minnisblaði sem greiningarfyrirtækið IFS Greining tók saman fyrir VR og greint er frá á vef VR.

Bankar og lífeyrissjóðir eru nú helstu lánveitendur fasteignalána á Íslandi og hafa tekið við því hlutverki af Íbúðalánasjóði. Í tíð sjóðsins var vaxtaákvörðun lána nokkuð gagnsæ, sjóðurinn lagði tiltekið álag ofan á þá vexti sem hann þurfti sjálfur að greiða af sínum skuldum, lengi framan af var það 0,6%. Vaxtaákvarðanir banka og lífeyrissjóða eru hins vegar ógagnsærri. Lántakandi hjá banka hefur litlar upplýsingar um hvaða vexti bankinn þarf sjálfur að greiða og hvert álagið er sem bankinn leggur ofan á þann kostnað. Þær upplýsingar er ekki auðvelt að nálgast. Hið sama á við um lífeyrissjóðina. Í mörgum tilfellum veit sá sem tekur fasteignalán hjá lífeyrissjóði lítið um það hvernig sjóðurinn ákvarðar vextina, þó að sumir lífeyrissjóðir gefi það upp.

Vextir húsnæðislána fylgja ekki eftir vaxtalækkun á markaði

Vextir á Íslandi hafa lækkað hratt á markaði síðustu misseri, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Í greiningu IFS segir að vísbendingar séu um að útlánavextir til húsnæðislána nái ekki að fylga eftir þessari vaxtalækkun, og á það bæði við um lífeyrissjóði og banka.

Nánar er greint frá þessu á vef VR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna