fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn líklegastir til að telja efnahagsstöðuna góða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 14:45

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tveir af hverjum þremur Íslendingum (70%) telja efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4.-9. apríl 2019. Alls kváðust 8% telja efnahagsstöðuna vera mjög góða, 63% nokkuð góða, 22% frekar slæma og 7% mjög slæma.

Þeim sem telja efnahagsstöðu á landinu góða fækkar um 10 prósentustig frá könnun árins 2018 en þá kváðust alls 80% svarenda telja efnahagsstöðuna nokkuð eða mjög góða.

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks (87%) og Framsóknar (84%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að segja efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera nokkuð eða mjög góða en stuðningsfólk Flokks fólksins (49%) og Samfylkingarinnar (63%) ólíklegast. Þá reyndist stuðningsfólk Flokks fólksins (29%), Pírata (9%) og Viðreisnar (9%) líklegast til að segja efnahagsstöðuna vera mjög slæma.

Munur eftir lýðfræðihópum

Jákvæðni gagnvart efnahagsstöðunni á Íslandi var meiri hjá körlum en 76% þeirra kváðu stöðuna nokkuð eða mjög góða, samanborið við 64% kvenna. Jákvæðni jókst með auknum aldri en 85% svarenda 68 ára og eldri og 84% þeirra á aldrinum 50-67 ára sögðu stöðuna vera góða, samanborið við 65% svarenda 30-49 ára og 54% þeirra í yngsta aldurshópi (18-29 ára). Svarendur í yngsta aldurshópi (13%) og þeir á aldrinum 30-49 ára (11%) reyndust hins vegar líklegri til að segja efnahagsstöðuna mjög slæma heldur en svarendur 50 ára og eldri (1%).

Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu líklegri til að segja efnahagsstöðuna vera góða (74%) heldur en þeir á landsbyggðinni (64%).

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 926 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 4. til 9. apríl 2019
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus