fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt ferlið í kringum valið á nýjum seðlabankastjóra hefur verið harðlega gagnrýnt, nú síðast af Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, líkt og Eyjan greindi frá í morgun. Fjórir menn hafa verið metnir hæfastir af hæfisnefnd til að taka við af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, þeir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri og Jón Daníelsson, prófessor við London school of economics í Lundúnum. Allir hafa þeir doktorsgráðu í hagfræði.

Slöpp stjórnsýsla

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndaflokksins, segir hæfisnefndina sérkennilega skipaða og undrar sig á valinu á Gylfa Magnússyni:

„Nefndin til að meta hæfi umsækjenda um störf Seðlabankastjóra er skipuð með miklum endemum. Bankaráðsmaður í Landsbankanum situr í nefndinni sem áður hefur verið bent á. Annar nefndarmaður er bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands og á að dæma um hæfi sambankaráðsmanns síns Gylfa Magnússonar fyrrum ráðherra. Í áliti þessarar sérkennilega skipuðu hæfisnefndar, sem sýnir slappa stjórnsýslu í landinu eru fjórir einstaklingar taldir vel hæfir og hæfari en hinir umsækjendurnir. Einn þeirra vel hæfu er bankaráðsmaðurinn í Seðlabankanum Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra skv. umsögn og áliti sambankaráðsmanns síns. Það kemur nokkuð á óvart að hæfisnefndin skuli komast að þeirri niðurstöðu að Gylfi Magnússon sé vel hæfur til að vera Seðlabankastjóri þegar afskipti hans af opinberum málum til nokkurs tíma eru skoðuð.“

Gylfi og gengislánin, Kúba norðursins og hrunið

Jón vill ekki sjá Gylfa Magnússon sem næsta Seðlabankastjóra og nefnir sex ástæður máli sínu til stuðnings:

  1. Í fyrsta lagi gaf Gylfi Magnússon mjög ógætilegar yfirlýsingar fyrir bankahrun, sem voru til þess fallnar að gert yrði áhlaup á viðskiptabankana.
  2. Í öðru lagi gerði viðskiptanefnd Alþingis undir forsæti Lilju Mósesdóttur alvarlegar athugasemdir og bar Gylfa Magnússon þá viðskiptaráðherra þungum sökum í nóvember 2009 vegna þess að ekki hefði verið farið að lögum um endurskipulagningu fyrirtækja.
  3. Í þriðja lagi fullyrti Gylfi að efnahagur þjóðarinnar mundi verða rústir einar ef Ísland samþykkti ekki fyrstu drög Icesave samningsins og sagði þá þau fleygu orð, að Ísland yrði þá Kúba norðursins.
  4. Í fjórða lagi hafði Gylfi, þá viðskiptaráðherra engan viðbúnað vegna gengislána þó að fyrir lægi lögfræðiálit í ráðuneyti hans frá 2009 um að gengislánin kynnu að vera ólögmæt.
  5. Í fimmta lagi gerði Gylfi þá viðskiptaráðherra samráðherrum sínum ekki grein fyrir hugsanlegu ólögmæti gengislánanna, leitaði ekki til Neytendastofu með málið eða aflaði sjálfstæðs lögfræðiálits eða hafði uppi nokkurn viðbúnað vegna þess sem að síðar varð að veruleika.
  6. Í sjötta lagi gaf Gylfi þá viðskiptaráðherra Alþingi rangar upplýsingar um gengislánin og svaraði fyrirspurn þar að lútandi með röngum hætti. Þannig gaf Gylfi Alþingi rangar upplýsingar og sagði ekki satt. Í framhaldi af því þurfti Gylfi að segja af sér sem viðskiptaráðherra. Vegir hæfisnefndarinnar og ályktanir um afburðahæfi, hæfi og vanhæfi eru greinilega byggðar á sérstæðum forsendum fyrst framantalin atriði í ferilsskrá umsækjenda skipta engu máli varðandi mat nefndarinnar á hæfi. Það skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna