fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Óróinn í Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. júní 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er að upplifa nákvæmlega það sama og hefðbundnir hægri flokkar víða í Evrópu. Það er kominn upp pópúlískur flokkur við hliðina á honum, hann býður betur í ýmsum málum, hann er þjóðernissinnaðri, íhaldssamari í félagsmálum, talar enga tæpitungu.

Styrkur Sjálfstæðisflokksins var löngum hvað honum tókst vel að sameina ólíka hópa, sjónarmið og hagsmuni. Þetta á við um fleiri slíka flokka í Evrópu. En þegar flokkshollusta dvín og mikil upplausn er í stjórnmálum er nánast ómögulegt að flokkar af þessu tagi geti haldið fyrri stærð. Sjálfstæðisflokkur með 36 prósenta fylgi er óhugsandi í stjórnmálum nútímans, þótt einhverjir sjálfstæðismenn horfi til þeirrar gullaldar. Jafnaðarmenn á Norðurlöndunum voru einu sinni í slíkum tölum, en það er liðin tíð. Fjórðungsfylgi er í rauninni mjög viðunnandi fyrir flokkinn.

Í Bretlandi ætlaði David Cameron að veita Ukip högg með þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Rothöggið varð að klámhöggi. Íhaldsflokkurinn er í algjörri upplausn – eins og reyndar bresk stjórnmál eins og þau leggja sig. Næsti forsætisráðherra Bretlands verður valinn af nokkur hundruð þúsund gamalmennum sem teljast liðsmenn í Íhaldsflokknum. Er furða þótt Skotar hugsi sér til hreyfings?

Óánægjan í Sjálfstæðisflokknum kristallast aðallega í körlum sem eru komnir yfir miðjan aldur. Það má reyndar spyrja hvort margir þeirra séu ekki í rauninni þegar farnir yfir í Miðflokkinn? Fremstur er auðvitað Davíð Oddsson, hinn fyrrum óskoraði leiðtogi flokksins á velmektarárum hans. Davíð virðist eiga miklar óuppgerðar sakir við Bjarna Benediktsson en á sama tíma tekur hann nær undanbragðalaust undir málflutning Sigmundar Davíðs.

Það er á sinn hátt undarlegt að heyra hvernig þessir eldri herrar tala til yngra fólks sem starfar í flokknum – sérstaklega ungra kvenna sem hafa náð frama innan hans. Það er mikið reynt að gera lítið úr Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu.

Ríkisstjórnin lúffaði að nokkru leyti fyrir málþófi Miðflokksins – frestaði endanlegri afgreiðslu orkupakkans fram í sumarlok. Það er auðvitað spurning hvort Miðflokkurinn standi við samkomulagið, en þetta er nokkur sigur fyrir hann.

Samt verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt. Samvinnan innan hennar virðist með ágætum og traust milli forystumanna. Þar spilar líka inn í að önnur stjórnarmynstur virðast varla vera í kortunum. Stjórnarandstaðan er klofin og innan hennar eru flokkar sem geta ekki talist líklegir til ríkisstjórnarþátttöku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna