fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ólafur segir Davíð nær Miðflokknum – „Gamall formaður hundskammar eftirmenn sína eða nýja forystu eins og óþekka krakka“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, Prófessor í Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands talaði um Davíð Oddsson og stöðuna innan Sjálfstæðisflokksins, en Ólafur var gestur í kvöldfréttum RÚV.

„Ég man eiginlega ekki eftir dæmi þar sem að gamall formaður hundskammar eftirmenn sína eða nýja forystu eins og óþekka krakka,“

Davíð er eins og landsmenn vita flestir: Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Undanfarin misseri hefur Davíð verið duglegur að láta skoðun sína í ljós, að hann sé á móti þriðja orkupakkanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki verið á einu máli varðandi stefnu sína í orkupakkamálum og tala margir um mögulegan klofning innan flokksins.

Ólafur minntist á hversu duglegar konur innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið að svara Davíð

„Á meðan margir aðrir hafa látið skammir Davíðs svona um langa hríð yfir sig ganga, Þá standa þessar ungu konur, reynslulausu ungu konur og svara fullum hálsi,“

Segir Davíð Málefnalega nær Miðflokknum

Einnig gefur Ólafur í skyn að Davíð standi að einhverju leiti nær Miðflokknum en Sjálfstæðisflokknum.

„Það er náttúrulega alveg ljóst að Davíð Oddsson hefur í ritstjórnargreinum sínum, síðustu árin staðið málefnalega mun nær Miðflokknum en Sjálfstæðisflokknum,“ segir Ólafur

Ólafur líkir Davíð við Jónas frá Hriflu

„Ég man eiginlega ekki eftir dæmi um gamlan foringja sem hefur skammað eftirmenn sína jafn rækilega og ritstjóri Morgunblaðsins gerir núna, síðan að Jónas Jónsson frá Hriflu, um miðja síðustu öld hafði mjög svipað orðbragð um eftirmenn sína: Hermann Jónsson og Eystein Jónsson,“

Jónas frá Hriflu var formaður Framsóknarflokksins í tíu ár, frá 1934 til 1944. Hann var alls ekki alltaf sammála flokksbræðrum sínum og átti það til að láta þá vita af því líkt og Ólafur minnist á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus