fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Allt á suðupunkti hjá Sjálfstæðisflokknum: Bolli hættur – „Auðvitað er flokkurinn að liðast í sundur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Kristinsson, athafnamaður sem oft er kenndur við Sautján, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur verulegar áhyggjur af þriðja orkupakkanum og telur það augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er að liðast í sundur vegna málsins. Þessu greindi hann frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hart er tekist á meðal Sjálfstæðismanna vegna þriðja orkupakkans sem stendur til að samþykkja á Alþingi og sjálfstæðismenn skiptast í fylkingar eftir því hvar þeir standa í því máli. Davíð Oddsson gagnrýndi forystu flokksins eftirminnilega í Reykjavíkurbréfi sínu um helgina og hafa margir talað um að flokkurinn sé hreinlega að liðast í sundur. Almannatenglarnir Andrés Jónsson og Friðjón Friðjónsson höfnuðu því þó að flokkurinn væri að liðast í sundur í gær og sögðu deilurnar í raun og veru snúast um völd.

Sjá einnig: 

Segir deilur innan Sjálfstæðisflokks snúast um völd

Bolli Kristinsson er á öndverðri skoðun og telur málið vissulega snúast um orkupakkann. „Orkupakki þrjú er algjörlega óásættanlegur. Nú er Brussel að fara að ráðast á kalda vatnið og þá getur maður séð að það á að einkavæða gvendarbrunnana okkar og hver kaupir þá ? Einhver milljónamæringur frá Þýskalandi eða Finnlandi eða Bretlandi og selur okkur svo rándýrt vatnið úr krananum,“ sagði Bolli sem telur það mikið áhyggjuefni hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með í dag. Hann telur að ef gengið yrði til kosninga í dag fengi Sjálfstæðisflokkurinn 15-18 prósent sem sé helmingi minna heldur en 36 prósentin sem flokkurinn hafði áður í fylgi.

Óvissan um orkupakkann sé svo mikil að það sé út í hött að samþykkja hann áður en málið er rannsakað til hlýta. „Þetta er eins og að hafa skrifað undir óútfylltan víxil og þú veist aldrei hvað þú þarft að borga á endanum.“

„Forysta flokksins þarf að líta í eigin barm og skoða hvað þeir eru að gera rangt,“ segir Bolli. Hann segir að niðurstaða landsfundar hafi verið skýr, orkupakkann ætti ekki að samþykkja.

„Nú hafa þeir fundið einhverja töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana,“ segir Bolli og bætir við að þar að auki hafi Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lýst því yfir fyrir ári síðan að orkupakkinn kæmi ekki til greina. „Hann hefur allt í einu snúist við og hefur ekki gefið neinum skýringar á því af hverju.“

„Ef við tölum um Jón Baldvin, Davíð Oddsson, Guðna Ágústsson, Sighvat Björgvinsson, Ögmund Jónasson, Frosta Sigurjónsson, Styrmi, alla sem hafa kynnt sér þetta mál, þeir segja að við þurfum ekki að samþykkja þetta. Af hverju erum við þá að því?“

„Þannig ég segi auðvitað er flokkurinn að liðast í sundur og það er enginn sem ber ábyrgð á því nema forystan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus