fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ómar himinlifandi með ný lög um kynrænt sjálfræði: „Engin leikur sér að því að láta leiðrétta kyn sitt eða breyta skráningu á kyni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ómar Valdimarsson er himinlifandi með ný lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Þetta kemur fram í pistli lögmannsins á vef Mannlífs.

Ómar segir ljóst að enginn leiki sér að því að láta leiðrétta kyn sitt eða breyta skráningu á kyni. Það sé vafalítið erfitt hlutskipti að burðast með þann böggul að upplifa að manni hafi verið úthlutað röngu kyni. Lítur Ómar á lögin sem mikið framfaraskref og mikla aukningu á persónufrelsi.

Í upphafi pistilsins reifar Ómar helsta inntak laganna með svofelldum hætti:

„Nýju lögin gera öllum einstaklingum kleift að skilgreina sjálfir kyn sitt, krefjast viðurkenningar opinberra og einkaaðila á kyni sínu, kynvitund og kyntjáningu. Í lögunum er líka kveðið á um rétt einstaklinga, til þess að krefjast þess að vera hvorki skilgreindir sem karlar eða konur – nú geta einstaklingar jafnframt krafist þess að skráning kyns þeirra sé hlutlaus. Í slíkum tilfellum er kyn viðkomandi t.d. í vegabréfum einfaldlega skráð sem „X“.

Framvegis verða allir einka- og opinberir aðilar að gefa fólki kost á því að skrá kyn sitt sem X, í kjölfar opinberrar breytingar þar um (að loknum skömmum aðlögunartíma). Þeir sem óska eftir breytingunni með formlegum hætti snúa sér til Þjóðskrár Íslands, sem gerir þá breytingu á kynskráningu viðkomandi í opinberum skrám. Þeir einstaklingar, sem kjósa að láta leiðrétta kyn sitt eiga þá líka rétt á því að fá endurútgefin t.d. prófskírteini frá skólum, með breyttu nafni sem viðkomandi framkvæmir samhliða breytingunni. Einstaklingar ráða því jafnframt sjálfir hvort þeir taki eignarfallsendingu föður eða móður (sleppi þá -son eða -dóttir í eftirnafninu sínu) eða skipti út -son eða -dóttir fyrir endinguna -bur.

 

Ómar bendi að þingmenn allra flokka nema Miðflokksins hafi veitt málinu brautargengi.

Pistill Ómars í heild

Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG