fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Hafnar kröfu um ógildingu á rekstrarleyfi fyrir laxeldi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 09:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð og hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Í úrskurði sínum vísar nefndin frá kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands, náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi og veiðiréttarhafa í Haffjarðará og Laxá á Ásum, þar sem þessir aðilar voru ekki taldir eiga aðild að málinu. Aðrir kærendur, sem voru einstaklingar og veiðiréttarhafar á Vestfjörðum, voru hinsvegar taldir eiga aðild að málinu á grundvelli laga um úrskurðarnefndina.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að útgáfa leyfisins fari ekki gegn markmiðsákvæðum laga um fiskeldi eða ákvæðum náttúruverndarlaga. Nefndin taldi að málsmeðferð stofnunarinnar við útgáfu leyfisins hafi verið í samræmi við lög sem um útgáfuna gilda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi