fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Alls 3200 manns heimsóttu opið hús í Stjórnarráðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 09:25

Frá stjórnarráðinu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 3200 manns heimsóttu opið hús í Stjórnarráðinu sem var hluti sérstakrar hátíðardagskrár í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stóð vaktina hluta dagsins og tók á móti gestum inni á skrifstofu sinni.

Auk opins húss í Stjórnarráðinu voru Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun opin almenningi frá klukkan 14:00 til 18:00 í gær. Í Stjórnarráðinu og á Alþingi var lögð áhersla á að sýna húsakynni og sýnt var myndband um Stjórnarráðið.

Katrín forsætisráðherra tók á móti gestum og gangandi

Í Hæstarétti var leiðsögn á hálftíma fresti yfir daginn þar sem gestir voru fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins en Hæstiréttur verður 100 ára á næsta ári. Héraðsdómur Reykjavíkur, í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, stóðu fyrir sýndarréttarhöldum. Í Seðlabanka Íslands var m.a. til sýnis gullstöng og sýning á munum tengdum Halldóri Kiljan Laxness sem Seðlabankanum hefur verið falið að varðveita og þ. á m. eru sjálf Nóbelsverðlaunin. Einnig var sýnt úrval málverka í eigu Seðlabankans. Hafrannsóknastofnun var með fiska til sýnis í 10 körum við Sjávarútvegshúsið, upplýsingasetur á jarðhæð hússins var opið og starfsemi stofnunarinnar kynnt á myndböndum í bíósal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu