fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Sigmundur pirraður á embættismannakerfinu: „Svona eiga stjórn­mál ekki að ganga fyr­ir sig“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júní 2019 10:55

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar um lýðveldi í Morgunblaðið í dag, í tilefni dagsins, eða öllu heldur hvort hér á landi lýðveldið sé raunverulega við lýði. Telur hann embættismannakerfið orðið of valdamikið:

„Nú fjar­ar hins veg­ar und­an lýðræði víða um lönd og þar með talið í land­inu sem fagn­ar 75 ára lýðveldisaf­mæli í dag. Ástæðan er einkum sú að stjórn­mála­menn gefa frá sér sí­fellt meiri völd og við tek­ur aukið kerf­is­ræði þar sem ókjörn­um full­trú­um er ætlað að stjórna mál­um. Gall­inn er sá að með þessu eru stjórn­mála­menn að gefa það sem þeir eiga ekki. Í lýðveldi eru völd­in eign lýðsins sem veit­ir stjórn­mála­mönn­um aðeins umboð til að fara með þau um tíma.“

Enginn ber ábyrgð

Sigmundur nefnir að hugtakið „pólitísk ákvörðun“ sé orðið að skammaryrði og að pólitíkusar feli sig á bak við nafnið „faglegar ákvarðanir“ til þess að verða ekki jafn umdeildir:

„Valda­afsal stjórn­mála­manna nú­tím­ans ræðst hins veg­ar ekki aðeins af hug­mynd­inni um að emb­ætt­is­menn og sér­fræðing­ar séu bet­ur til þess falln­ir að stjórna en full­trú­ar al­menn­ings. Ótti stjórn­mála­manna við að stjórna ýtir líka mjög und­ir þessa þróun. Þ.e. hræðslan við að taka ákvörðun sem ekki muni ganga upp eða orki tví­mæl­is og kalli á gagn­rýni. Þá er betra að hafa skjól í því að segj­ast aðeins vera að fram­fylgja „fag­legri niður­stöðu“. Reyn­ist ákv­arðan­irn­ar illa er þá alltaf hægt að benda á að fag­leg­um ferl­um hafi verið fylgt. Þannig beri í raun eng­inn ábyrgð á af­leiðing­un­um.“

Sigmundur segir einnig að ein af afleiðingum meintrar tilfærslu frá lýðræði til kerfisræðis sé sú, að pólitísk átök snúist síður um rökræðu, heldur frekar ímynd, sem geri átökin illgjarnari og leiðinlegri og tekur dæmi um þingmál núverandi ríkisstjórnar, sem hann segir  að mestu komin frá ríkisstjórninni þar á undan:

„Til­færsla valds­ins birt­ist ágæt­lega þegar sú rík­is­stjórn sem nú sit­ur tók við völd­um og kynnti þing­mála­skrá sína. Megnið af mál­un­um sem hin nýja rík­is­stjórn lagði fram voru mál frá síðustu rík­is­stjórn.“

Ekki þeirra að taka ákvarðanir

Loks gefur Sigmundur embættismönnum á Íslandi góð ráð, eða leiðbeiningar, um hvernig þeir eigi að sinna starfi sínu:

„Emb­ætt­is­menn og sér­fræðing­ar gegna gríðarlega mik­il­vægu hlut­verki í lýðræðis­ríki. Þeir skipta sköp­um eigi stjórn­ar­far að vera far­sælt. Hlut­verk þeirra er meðal ann­ars að veita stjórn­mála­mönn­um bestu fá­an­legu upp­lýs­ing­ar og aðstoða þá við að fram­kvæma það sem er ákveðið. Það er hins veg­ar ekki hlut­verk þeirra að taka ákv­arðanir. Það er starfið sem stjórn­mála­menn hafa ráðið sig í og því verða þeir að sinna fyr­ir vinnu­veit­anda sinn, al­menn­ing í land­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi