fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Pínleg mistök forsætisráðherra í hátíðarræðu á Austurvelli

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júní 2019 12:04

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands og 75 ára afmæli lýðveldisins.

Í inngangi sínum tók Katrín dæmi um hversu hlutirnir hefðu breyst frá stofnun lýðveldisins, til dæmis ef Sigga og Jón, sem fögnuðu sjálfstæðinu fyrir 75 árum, tækju tímavél til ársins 2019.

Það var þó ein pínleg villa í ræðu Katrínar, sem hún var þó fljót að leiðrétta:

„Víst er það svo, að Sigga og Jón, sem voru hér á Austurvelli árið 1945, nei 1944…“

Mistök Katrínar urðu tilefni til þess einhverjum stökk bros, meðan aðrir hnussuðu í hálfum hljóðum, en öllum getur jú orðið á mistök, líka forsætisráðherrum. Það er hinsvegar svolítið pínlegt að forsætisráðherra telji lýðveldið ári yngra en það er, ekki síst á sjálfan þjóðhátíðardaginn, fyrir framan forseta Íslands og tvo fyrrverandi forseta lýðveldisins og ríkisstjórn sína.

Ræðu Katrínar má nálgast hér.

Hrafnseyri við Dýrafjörð

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, gerði einnig pínlega villu í ræðu árið 2010, í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.

Sagði Jóhanna í ræðu sinni:

„Á næsta ári munum við minnast þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, frá Hrafnseyri við Dýrafjörð, sem var einn helsti baráttumaður okkar Íslendinga fyrir sjálfstæði.“

Hið rétta er auðvitað að Hrafnseyri stendur við Arnarfjörð, en ekki Dýrafjörð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega