fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Var Davíð lofað að Már yrði ekki endurskipaður? En hefur hann ekki bara reynst góður seðlabankastjóri?

Egill Helgason
Laugardaginn 15. júní 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að lesa forystugreinar í dagblöðunum þessa helgina – og má segja að kveði við ólíkan tón í þeim.

Hörður Ægisson skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem hann rekur hvað efnahagsleg staða Íslands er sterk nú tíu árum eftir hrun. Hörður segir að brátt verði ráðinn nýr seðlabankastjóri og nauðsynlegt sé að vanda valið.

Hörður skrifar:

„Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð.“

Við erum semsagt að upplifa tíma þegar vextir lækka – og hægt er að nota vaxtalækkanir sem hagstjórnartæki á tíma þegar skóinn kreppir. Það höfum við ekki upplifað í hinu sveiflukennda íslenska hagkerfi.

Már Guðmundsson hættir í Seðlabankanum síðar á árinu. Margt misjafnt hefur verið sagt um Má, en það mætti kannski spyrja í ljósi þessa hvort hann hafi ekki bara verið nokkuð góður seðlabankastjóri – og örugglega betri en pólitíkusarnir sem áður vermdu stólana í Seðlabankanum?

En sumir hafa horn í síðu Más. Þola hann alls ekki. Og þá komum við að annarri forystugrein í blaði helgarinnar, nánar tiltekið Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Þar stendur – þessi skrif eru býsna afhjúpandi í gremju sinni:

„Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði bæði gefið til kynna og sagt ýmsum frá að hann ætlaði sér ekki að endurskipa Má Guðmundsson þegar að því kom árið 2014. Þegar að þessu dró var ráðherrann staddur fyrir norðan, sennilega á Siglufirði, og hringdi í menn og upplýsti þá, og þar á meðal ritstjóra Morgunblaðsins, að vegna óvænts flækjustigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breytingarnar sem hann hefði margboðað. Hann myndi því skipa Má og skipunarbréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára. Hins vegar væri sameiginlegur skilningur á því að skipunin stæði í hæsta lagi til eins árs. Ekki voru endilega allir mjög trúaðir á þennan málatilbúnað. En samkvæmt minnispunktunum sagði ráðherrann efnislega á þessa leið: Þessu mega menn treysta og Már gerir sér grein fyrir þessu og mun birta yfirlýsingu sem í raun staðfestir það sem ég er að segja.“

Semsé. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjori, telur að sér hafi verið lofað af Bjarna Benediktssyni að Már Guðmundsson yrði ekki endurráðinn í Seðlabankann. Nú má spyrja hvort ritstjóranum komi þetta yfirleitt nokkuð við, ekki er hann stjórnvald sem kemur að slíkri ráðningu, en þetta kann þá að vera ein ástæðan fyrir því hversu andar köldu frá honum í garð Bjarna Benediktssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna