fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Baráttan gegn einnota plasti færð á næsta stig – Þetta er plastið sem verður bannað

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 15. júní 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta sumar verður að líkindum það seinasta sem landmenn geta brúkað plast hnífapör og diska í grillveislum, en til stendur að leggja fram frumvarp næsta vor sem leggur bann við slíkum einnota borðbúnaði.

Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytis við fyrirspurn Eyjunnar. Frumvarpið verður lagt fram til að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um aðgerðir til að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Samkvæmt tilskipuninni skulu aðildarríki banna tilteknar plastvörur fyrir 3. júlí 2021.

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, skrifaði í svari til Eyjunnar að baráttan gegn plastmengun sé eitt af áherslumálum ráðherra.

Eitt af áherslumálum umhverfis- og auðlindaráðherra er að berjast gegn plastmengun. Margvísleg skref hafa ýmist þegar verið tekin þess efnis eða eru í farvatninu. Eitt af því er að banna ákveðnar einnota plastvörur.

Ráðherra áformar þannig að leggja fram á Alþingi næsta vor frumvarp til breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem m.a. verður kveðið á um bann við tilteknum einnota plastvörum, svo sem plasthnífapörum og plastdiskum.

Frumvarpið er til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2019/904 um aðgerðir til þess að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið.

Samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar skulu aðildarríki banna tilteknar plastvörur, svo sem plasthnífapör og plastdiska fyrir 3. júlí 2021. Gert er ráð fyrir að bannið hér á landi taki gildi fyrir þann tíma en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin enn sem komið er.

Samkvæmt tillögum frá samráðsvettvangi sem ráðherra skipaði um plastmálefni, sem ráðherra fékk afhentar í lok síðasta árs, var mælt með banni við afhendingu plastburðapoka, en Alþingi hefur þegar samþykkt slíkt bann sem mun taka gildi 1. janúar 2021. Umhverfisstofnun hefur einnig hafið átaksverkefni til að auka meðvitund fólks um notkun á einnota plastvörum og mikilvægi þess að draga úr slíkri notkun, en einnig stendur til að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Tilnefningar til slíkra viðurkenninga standa nú yfir

Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og var bann við afhendingu burðarplastpoka þar á meðal. Lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021 hafa þegar verið samþykkt af Alþingi. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og viðurkenningu fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir en tilnefningar fyrir standa nú yfir.  Viðurkenningin kallast Bláskelin og verður veitt 1. september. Tekið er við tilnefningum út júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi