fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Biðin er á enda – Herjólfur formlega afhentur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við móttökuathöfn í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum fyrr í dag var nýr Herjólfur formlega afhentur Vestmanneyingum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nefndi þar formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp. Í ávarpi hans kom fram að með nýjum Herjólfi væri vonað að samgöngur milli Vestmannaeyja og meginlandsins yrðu betri. Þar benti hann jafnframt á að aldrei hefði annað komið til greina en að Herjólfur gengi fyrir umhverfisvænni orku þar sem orkuskipti eru ein af megináhersluatriðum ríkisstjórnarinnar.

Einnig fluttu ávörp, forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.

Prestur Landakirkju blessaði svo skipið.

Afhendingu ferjunnar hefur verið beðið með óþreyju eftir að skipasmíðastöðin Christ S.A ákvað að krefjast hærra gjalds en samið hafði verið um. Afhendingu ferjunnar var því frestað á meðan reynt var að ganga frá samkomulagi.

En allt gekk upp að lokum og DV óskar Eyjamönnum til hamingju með nýjan Herjólf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu