fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 15:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og áður blaðamaður Morgunblaðsins, telur að Félag fréttamanna RÚV gefi upp tilbúnar ástæður fyrir mótmælum sínum á handtöku og framsali Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Segir hann fréttamenn RÚV skulda hlustendum sínum aðrar skýringar, en fréttamenn RÚV báru því við að framganga Bandaríkjanna væri ógn við frelsi fjölmiðla og vegið væri að heimildavernd þeirra, sem skýrt sé kveðið á um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, að sé meðal grunnskilyrða fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Sjá nánar: Félag fréttamanna RÚV fordæmir meðferðina á Assange

Langsóttar skýringar

„Fréttamennirnir taka þann pól í hæðina í ályktun sinni að „með ákæru bandarískra stjórnvalda gegn Assange og hugsanlegu framsali Breta á honum til Bandaríkjanna er einnig vegið gróflega að heimildavernd fjölmiðla.“ Vilja fréttamennirnir að íslensk stjórnvöld starfi í anda þingsályktunar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beiti sér fyrir tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi.Það er óneitanlega fréttnæmt þegar fréttamenn ríkisútvarpsins ganga á þennan hátt fram fyrir skjöldu vegna Julians Assange þótt ekki sé það í fyrsta sinn. Þeir skulda hlustendum aðra skýringu en þá að þeir vilji verja heimildarmenn fjölmiðla. Það er nokkuð langsótt að þessu sinni.“

Björn útskýrir ekki hvað sé svo langsótt við mótmæli Félags fréttamanna RÚV nánar og telur það sérstaklega fréttnæmt að blaða- og fréttamenn mótmæli því að maður sem birti fréttnæmar upplýsingar um stríðsglæpi og lögbrot eins voldugasta ríkis heims, sé sendur á vit örlaga sinna fyrir það eitt að hafa miðlað slíkum upplýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki