fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 09:47

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að atburðarrásin í gær á Alþingi hafi verið líkt og í Chaplin mynd þegar þingflokkarnir gerðu árangurslausar tilraunir til að ná samkomulagi um þinglok.

„Í gær náðu sjö flokkar samkomulagi um framgang mála á Alþingi og þá var einungis eftir að semja við Miðflokkinn. Það var viðbúið að það yrði snúið og flokkurinn tæki uppá öllum mögulegum hundakúnstum áður en slíkt næðist. Seint í gærkveldi hillti loks undir það og upphófst atburðarrás sem minnti helst á Chaplin mynd þar sem ríkisstjórnin og Miðflokkurinn eltu hvort annað um ganga þinghússins og sá síðarnefndi setti sig á mælendaskrá og tók sig af henni til skiptis. Flestir töldu augljóst hver væri skúrkurinn og því kom það nokkuð á óvart að það skyldi líka vera Sjálfstæðisflokkurinn þegar upp var staðið,“

segir Logi.

Þrýstingur hagsmunaaðila sé  ástæðan

Hann segir ástæðuna fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn gekk ekki að samkomulaginu, vera óánægju Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með fiskeldisfrumvarpið sem og mótbyrinn varðandi nýju fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar:

„Vitanlega mátti honum vera ljóst hvers konar samkomulag væri í burðarliðnum við Miðflokkinn en svo virðist vera að skjálfti hafi hlaupið í hópinn þegar hagsmunaaðilar í fiskeldi og sjávarútvegi geltu undir kvöld vegna fiskeldisfrumvarps – en það bættist ofan á vandræði fjármálaráðherra með breytingar á fjármálaáætlun sem leggjast skiljanlega illa í ýmsa hópa. Málin eru því ekki eins auðveld og sýndist í fyrstu, skúrkurinn ekki eins augljós og farsinn heldur örugglega áfram í dag.“

Líkt og greint var frá í gærkvöldi var búið að nást samkomulag um þinglok við fjóra af fimm stjórnarandstöðuflokkum Alþingis í gær. Voru samningaviðræðurnar sagðar stranda á Miðflokknum.

RÚV greindi frá því síðan um miðnætti að ein af ástæðunum fyrir að ekki náðust samningar, var að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi hafnað samkomulaginu.

Var talað við Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þetta eina af ástæðunum, en ýmsu hefði verið kastað upp í samningaferlinu. Lítil bjartsýni væri hinsvegar á að ná saman, þó hlutirnir gætu breyst hratt.

Sjá einnig: Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun