fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Ekkja Steve Jobs fjárfestir í fiskroði á Vestfjörðum -Kerecis eykur hlutafé sitt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerecis á Ísafirði hefur aukið hlutafé sitt um tvo milljarða króna. Greint er frá því á vef bb.is að talsverð umframeftirspurn hafi verið hjá fjárfestum eftir bréfum í fyrirtækinu, en meðal nýrra fjárfesta er félagið Emerson Collective, sem er í eigu Laurene Powell, ekkju Steve Jobs, eins stofnanda Apple og forstjóri þess í tvígang.

Powell var í 40. sæti á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu milljarðarmæringa heims árið 2018 og er sögð ríkasta konan í tæknigeiranum, en eigur hennar eru metnar á rúma 21 billjón dollara.

Meðal fjárfesta er einnig félagið Omega, sem er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, Alvogen og sjóðir á vegum GAMMA.

Hlutaféð er 6.2 milljónir hluta og áætlað markaðsvirði er um 12.4 milljarðar króna.

Kerecis var stofnað árið 2011 á Ísafirði og notar þorskroð við framleiðslu afurða sinna, til meðhöndlunar brunasára og annarra þrálátra sára. Fiskroðið inniheldur fjölómettaðar fitusýrur sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt.

Hjá Kerecis starfa um 80 manns, þar af eru 55 í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi