fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 12:36

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskýringu Kjarnans er greint frá því að af 70 nefndum, stjórnum og ráðum félagsmálaráðuneytisins, hafi alls 21 verið skipaður formaður án tilnefningar, með tengsl við Framsóknarflokkinn. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað níu þeirra og forveri hans, Eygló Harðardóttir, skipaði hina tólf.

Þá er nefnt að Ásmundur hafi skipað formenn þriggja stjórna, alla með tengsl við Framsóknarflokkinn, auk þess sem hann skipaði aðstoðarmann sinn sem formann stjórnar Tryggingarstofnunar ríkisins.

Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn farið með félagsmálaráðuneytið í 17 ár af 24 og hafa þeir átt sex félagsmálaráðherra á þeim tíma.

Glufa í lögunum

Var Ásmundur gagnrýndur fyrir að skipa í þrjár stöður innan ráðuneytisins án þess að auglýsa þær, þar sem Bandalag háskólamanna (BHM) benti á að auglýsingaskylda væri meginreglan við ráðningar í störfum hins opinbera. Ásmundur hinsvegar nýtti sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um að flytja megi fólk á milli embætta án auglýsinga. Það sagði BHM að væri ekki meginreglan og þessi glufa bryti í raun í bága við jafnræðisreglur:

„­Þrátt fyrir að lög heim­ili annað þá eru það vand­aðir stjórn­sýslu­hættir að aug­lýsa þegar til stendur að ráð­stafa tak­mörk­uðum gæð­um, sem fyr­ir­sjá­an­legt er að færri geta fengið en vilja. Með aug­lýs­ingu er öllum sem áhuga hafa og upp­fylla skil­yrði gefið tæki­færi á að sækja um. Að mati banda­lags­ins brjóta rúmar und­an­tekn­ing­ar­heim­ildir við aug­lýs­ingar á lausum störfum hjá hinu opin­bera í bága við jafn­ræð­is­reglur stjórn­sýslu­réttar ásamt því að draga úr gagn­sæi í stjórn­sýsl­unn­i,“

sagði í yfirlýsingu BHM af því tilefni.

Ekkert óeðlilegt við pólitískar skipanir

Ásmundur segir við Kjarnann að það sé ekkert óeðlilegt við pólitískar skipanir í nefndir, ráð eða hópa á vegum ráðuneytisins:

„Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það.“

Þá hefur Kjarninn eftir Ásmundi að þegar um sé að ræða nefndir sem ekki marki pólitíska stefnu, séu þær yfirleitt skipaðar embættismönnum, en hann gat ekki svarað því hversu margar nefndir af þeim 70 sem starfi á hans vegum í ráðuneytinu, væru pólitískar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur