fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Hannes sár en sat á strák sínum gagnvart Stoltenberg – „Vildi ekki valda veisluspjöllum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, hinn norski framkvæmdastjóri NATO, var hér á landi í vikunni og hitti ráðamenn ríkisstjórnarinnar, hvar hann lofaði samband sitt og vináttu við Ísland, líkt og gerist og gengur við slík tækifæri, en Stoltenberg er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hlýddi á erindi Stoltenbergs í Norræna húsinu, en bendir hinsvegar á að umrædd vinátta hafi til lítils dugað í hruninu:

„Ég fór á fyrirlestur Stoltenbergs í gær í Norræna húsinu. Honum varð tíðrætt um vináttu sína í garð Íslendinga. Þetta var geðþekkt lipurmenni. Ég vildi ekki valda veisluspjöllum, svo að ég minntist ekki á það, að sú vinátta dugði ekki til þess, að Norðmenn veittu okkur aðstoð í hremmingunum 2008 ólíkt Færeyingum og Pólverjum (en Stoltenberg var þá forsætisráðherra Noregs).“

Þá nefnir Hannes að stjórnvöld í umboði Stoltenbergs hafi „hrifsað“ til sín eignir bankanna á „smánarverði“ og vandar þeim norska ekki kveðjurnar fyrir heimsókn sína í Seðlabankann eftir hrun:

„Því síður gat ég þess, að norsk stjórnvöld veittu vel tengdum innlendum kaupsýslumönnum virka aðstoð við að hrifsa til sín eignir íslensku bankanna á smánarverði strax eftir bankahrunið, eins og ég lýsi í skýrslu minni fyrir fjármálaráðuneytið. Það var síðan raunalegt að sjá Stoltenberg spígspora um Seðlabankann árið 2009 í fylgd hins undarlega Norðmanns, sem gerður var að seðlabankastjóra (þvert á ákvæði stjórnarskrár um, að embættismenn verði að vera íslenskir ríkisborgarar), eins og þeir væru landstjórar hér. Fylgdu þeir í fótspor þeirra Hallvarðar gullskós og Loðins Lepps forðum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag