fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Páfinn breytir Faðirvorinu: „Ekki gert til að stunda pólitíska réttsýni“ – Breytist kristnin í örlagatrú ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi sagði fyrir tveimur árum að hann vildi breyta orðalagi Faðirvorsins. Breytingin var samþykkt á allsherjarþingi kaþólskra biskupa í síðasta mánuði. Mun breytingin þó ekki ná til íslensku bænarinnar, aðeins þeirrar ítölsku, en þýðingunni var einnig breytt í Frakklandi fyrir tveimur árum.

„Þetta er ekki góð þýðing því það er talað um Guð sem leiðir í freistni. Ég er sá sem fell. Það er ekki hann sem ýtir mér í freistni til að sjá hvernig ég hef fallið. Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“

sagði páfinn þá.

Freistinginn enn á valdi Guðs

Páfi lagði til að setningin „Eigi leið þú oss í freistni,“ breyttist í „Lát oss ekki falla í freistni.“ Svo virðist sem að freistingar mannskepnunnar séu þar með enn á ábyrgð Guðs í nýju þýðingunni, en ekki Kölska.

Þar með virðist sem að páfi hafi í einum vettvangi útilokað hinn frjálsa vilja mannsins sem boðaður er í Biblíunni. Því þó Guð sé almáttugur ku hann víst ekki skipta sér af öllum ákvörðunum sem hver og einn tekur, þar ráði hinn frjálsi vilji mannsins.

Í nýju þýðingunni má hinsvegar skilja freistinguna sem svo að hún sé þegar ákvörðuð fyrir alla en það fari eftir duttlungum Guðs hvort hann verði við óskum mannsins um undanþágu. Þar með má segja að örlagatrú sé gefið undir fótinn; að ákveðið sé að allir falli fyrir freistingum, en örlagatrú hefur hingað til helst verið kennd við heiðna siði.

Þá stendur alltaf spurningin eftir um siðferði Guðs, ef hann hefur valdið til að frelsa okkur frá illu og freistingum, hvers vegna hann geri það þá ekki í hvert einasta skipti, en ekki er vitað hvort einhverskonar kvótakerfi sé á sálum í himnaríki og helvíti.

Öll þýðing er túlkun

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, var til viðtals í Morgunvakt Rásar 1 hvar hún ræddi breytingarnar:

„Faðirvorið byggir á texta Nýja testamentisins. Grunnurinn að Faðirvorinu er tekinn úr Matteusarguðspjalli, 6. kafla. Það er mjög skiljanlegt að fólk stoppi við þessa hugmynd að það eigi að fara að hrófla við þessum forna texta en við skulum ekki gleyma því að öll þýðing er túlkun, við erum alltaf að túlka.“

Hún segir allar þýðingar umdeildar:

„Allar þýðingar eru að sjálfsögðu túlkun og allar breytingar á þýðingum eru umdeildar, það er bara þannig. Þegar Nýja testamentið var fyrst þýtt yfir á íslensku af Oddi Gottskálkssyni voru ákveðnar forsendur fyrir þeirri þýðingu og síðan hafa margar þýðingar komið fram./ En að sjálfsögðu eru forsendurnar þær að þetta er ekki gert út í loftið og þetta er ekki gert til að stunda pólitíska réttsýni./ Við erum ekki bara að varðveita einhverjar fornbókmenntir. Við erum að tala um texta sem er trúarbók. Allir þessir textar í Gamla og Nýja testamentinu sem eru skrifaðir á mjög löngum tima og endurspegla mjög ólíkt sögulegt samhengi, við erum að túlka það inn í 21. öldina og það er það sem að ég sé páfa vera að gera hér,“

sagði Arnfríður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag