fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Opinberir starfsmenn mega tjá sig um vinnutengd mál gegn skilyrðum – „Mikilvægt skref í átt að gagnsærri stjórnsýslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 12:15

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti í gær frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnsýslu- og upplýsingalögum. Frumvörpin voru unnin í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 og eiga að stuðla að auknu tjáningarfrelsi og upplýsingarétti almennings og starfsmanna hins opinbera.

Nýr X. kafli bætist við stjórnsýslulög, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Kaflinn hefst á yfirlýsingu um að opinberir starfsmenn hafi frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði sem tengjast starfi þeirra svo fremi sem þagnarskylda eða trúnaðar- og hollustuskyldur standa því ekki í vegi. Markmið kaflans er svo að mæla fyrir með skýrum hætti til hvaða upplýsinga þagnarskylda tekur og um framkvæmd hennar. Loks eru gerðar breytingar á þagnarskylduákvæðum 80 lagabálka í því skyni að skýra og samræma framkvæmd þagnarskyldu í íslenskum rétti.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þetta auka gagnsæi stjórnsýslunnar:

„Ég er mjög ánægð með þennan áfanga til að auka gagnsæi og upplýsingafrelsi. Með þessum frumvörpum stígum við mikilvægt skref í átt að gagnsærri stjórnsýslu þannig að Ísland verði í fremstu röð varðandi reglur á þessu sviði. Breytingarnar fela í sér útvíkkun gildissviðs upplýsingalaga til dæmis hvað varðar stjórnsýslu, Alþingi og dómstóla en með lögunum er líka lögð ríkari kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja betur aðgengi almennings að upplýsingum.“

Breytingar á upplýsingalögum, nr. 140/2012, koma úr ýmsum áttum en eiga það sammerkt að hafa það markmið að styrkja upplýsingarétt almennings. Upplýsingalög ná nú yfir þá hluta starfsemi Alþingis og dómstóla sem eiga mest skylt við stjórnsýslu og hert er á skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar um mál sem þau hafa til meðferðar. Komið er á fót starfi ráðgjafa stjórnvalda á sviðinu sem er bæði ætlað að aðstoða borgara við framsetningu upplýsingabeiðna og stjórnvöld við að afgreiða þær.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag