fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Meðalhraðamyndavélar uppsettar og tilbúnar til mælinga en óheimilt er að nota þær

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 16:00

Mynd-Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í janúar að svokallaðar meðalhraðamyndavélar hefðu verið settar upp í Norðfjarðargöngum og á Grindavíkurvegi.

Meðalhraðamyndavélar eru frábrugðnar hefðbundnum hraðamyndavélum, þar sem þær mæla aðeins hraða bifreiðar á staðsetningu A og B og reikna síðan út hvort viðkomandi bíll hafi haldið sig innan löglegs hraða á milli þeirra punkta. Ef ekki, fær viðkomandi ökumaður sekt.

Á vef Grindavíkurbæjar er greint frá því að enn sé verið að gera prófanir á vélunum, en ökumenn sem þar fara um sjá gjarnan blossa koma úr þeim. Þeir þurfa hinsvegar ekki að hafa áhyggjur af sektum, því samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki heimilt að nota þær ennþá.

Fyrst þarf Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um persónuupplýsingar í löggæslutilgangi, en eins og kunnugt er ganga hlutirnir býsna hægt fyrir sig þessa dagana á þinginu, þar sem Miðflokkurinn er sagður halda öllum málum í gíslingu með málþófi, ekki bara þriðja orkupakkanum. Óvíst er því hvort frumvarpið nái í gegn fyrir sumarfrí.

Þeir sem stunda hraðakstur geta því andað léttar, þar sem einnig er beðið eftir endanlegum vottunarpappírum frá framleiðanda vélanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag