fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Andri Már greiddi 200 milljónir til að forðast málsóknir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 07:56

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Már Ingólfsson, fyrrum aðaleigandi Primera Air, greiddi tæplega 200 milljónir í reiðufé til þrotabús félagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum. Auk þess samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið en kröfur hans og félaga á hans vegum námu rúmlega tveimur milljörðum króna.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkomulag hafi náðst um þetta á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi í síðasta mánuði. Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður, stýrir þrotabúinu.

Andri var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka. Primera Air og erlend dótturfélög voru tekin til gjaldþrotaskipta í október í fyrra. Rúmlega 10 milljarða króna kröfum hefur verið lýst í búið.

Í skýrslu skiptastjóra, sem var lögð fram á skiptafundi þrotabúsins í febrúar, kom fram að rannsóknir hans hefðu leitt í ljós að hugsanlega hafi forsvarsmenn þess bakað því tjón í tveimur tilvikum hið minnsta. Þá kom fram að skiptastjórinn hefði til skoðunar hvernig staðið var að reikningsskilum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill og Óli Valur

Simmi Vill og Óli Valur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga er Reykvíkingur ársins 2019

Helga er Reykvíkingur ársins 2019
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?