fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Sigríður Ingvarsdóttir settur forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett Sigríði Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, frá og með 1. júní.

Þorsteinn I. Sigfússon, hefur fengið 12 mánaða leyfi frá starfi forstjóra frá sama tíma. Þorsteinn mun á þessu tímabili vinna að rannsóknar- og þróunarverkefni sem miðar að því að umbreyta CO2 útblæstri í eldsneyti.

Þorsteinn hefur gegnt stöðu forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands frá stofnun árið 2007 og Sigríður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra stofnunarinnar á sama tíma.

Sigríður Ingvarsdóttir er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá 2001- 2003. Hún er fædd á Húsavík árið 1965 og útskrifaðist með stúdentspróf  frá MA 1985.

Hún er með skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip, og stundaði fjarnám við KÍ 1994–1996 og 1998–1999. Þá var hún í MBA-námi á viðskipta- og hagfræðibraut HÍ, samkvæmt æviágripi á vef Alþingis:

Sjómaður með námi til 1985. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar 1985–1986 og gestamóttöku Hótels Sögu 1985–1990. Kennari við Grunnskóla Siglufjarðar á árunum 1990–1999. Formaður Kennarafélags Siglufjarðar 1991–1996. Starfaði við umboðs- og verslunarfyrirtæki sitt 1992–1999. Fréttaritari Morgunblaðsins 1992–1999. Kynningarfulltrúi Olíuverslunar Íslands 1999–2001. Verkefnastjóri hjá Impru, Nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun síðan 2003.

Í bæjarstjórn Siglufjarðar 1998–2000.

Alþingismaður Norðurlands vestra 2001–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 2000 og Norðvesturkjördæmis maí 2004 (Sjálfstæðisflokkur).

Landbúnaðarnefnd 2001–2003, menntamálanefnd 2001–2003, samgöngunefnd 2001–2003.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er ríkisstofnun og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hlutverk miðstöðvarinnar er að hvetja til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Undir stofnunina heyrir jafnframt Rannsóknastofa byggingariðnaðarins.

Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands starfa tæplega 90 manns víða um land en höfuðstöðvar eru í Keldnaholti í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag