fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ástþór segir Stoltenberg „stríðsóða“ málpípu og skorar á Katrínu – „Tækifæri Vinstri Grænna til að stuðla að friði er í dag“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í dag sé tækifærið fyrir VG að stuðla að friði.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, er kominn hingað til lands til að hitta utanríkisráðherra og forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Hann mun einnig flytja erindi í Norræna húsinu síðdegis á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „NATO og Ísland í 70 ár: Öflug sam­vinna á óvissu­tím­um.“

Málpípa Bandaríkjanna

Ástþór telur að Stoltenberg sé „málpípa“ Bandaríkjanna og sé hingað kominn til að fá stuðning Íslands við innrás inn í Íran eða Venesúela og skorar á Katrínu Jakobsdóttur að draga sig út úr hernaðarsamstarfi við Bandaríkin:

Í dag á græninginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fund með stríðsóðum Jens Stoltenberg málpípu þeirra bandaríkjamanna sem hafa unnið undir huliðsvæng Íslenskra stjórnvalda að sölsa undir sig Keflavíkurflugvöll undir stjórnstöð nýrrar styrjaldar.

Er verið að endurtaka þátttöku í stríði í Mið Austurlöndum? Nú gegn Íran? Bandaríkjamenn stefna nú á að stórauka herafla sinn á svæðinu til að hefja styrjöld gegn Íran. Á sama tíma og þeir hóta styrjöld gegn Íran hóta þeir innrás í Venúsaela sem einnig virðist með stuðningi Íslenskra stjórnvalda.

Tækifæri Vinstri Grænna til að stuðla að friði er í dag. Ekki eftir að þjóðin er búin að kjósa flokkinn og þeirra forsætisráðherra út í horn valdalausrar stjórnarandstöðu.

Ég skora á Katrínu Jakobsdóttur að draga Ísland út úr þessu hernaðarsamstarfi við bandaríkin. Við eigum enga samleið með þjóðum sem hóta hernaði til vinstri og hægri, sem virða að vettugi umhverfisvernd og mannréttindi og vil stuðla að einangrunarstefnu og fasisma í stað lýðræðis og friðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki