fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Þuríður reið út í forsætisráðherra: „Hvað myndum við kalla slíkt framferði á skólalóðinni? – Hvernig getið þið gert þetta?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. júní 2019 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist ekki undrandi á 8 milljarða niðurskurði ríkisstjórnarinnar á framlögum til öryrkja í nýrri fjármálaáætlun, það rími vel við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hingað til, en þuríður hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega á þessu kjörtímabili vegna vanefnda á loforðum:

„Miðað við það hvernig þessi ríkisstjórn hefur hagað málum sínum gagnvart fötluðu fólki gat ég ekki annað en gert ráð fyrir því versta. Það urðu mér því ekki tíðindi þegar í ljós kom að öryrkjar og fatlað fólk eiga að bera stærstan hluta af niðurskurðinum,“

segir Þuríður á heimasíðu ÖBÍ.

Engar efndir á loforðum

Líkt og kunnugt er hefur ríkisstjórnin sett fram nýja fjármálaáætlun þar sem gjaldþrot WOW, loðnubrestur og aðrar forsendur hafi breyst frá síðustu fjármálaáætlun. Þuríður segir nú efndir ríkisstjórnarinnar á loforðum til öryrkja, að engu orðnar:

„Fjármála- og efnahagsráðherra setur fram fjármálaáætlun sem sýnir 8 milljarða kr. niðurskurð miðað við fyrri áætlun til málaflokks fatlaðs fólks og öryrkja. Efndir á loforðum um leiðréttingar á kjörum til handa fötluðu fólki og öryrkjum, sem búið er að fresta frá því fyrir síðustu kosningar, verða nú engar. Því miður kom það ekki á óvart. Það eru mér engu að síður gríðarleg vonbrigði að ríkisstjórnin fari þessa leið., Hvernig getið þið gert þetta? Hér er jaðarsettasti og fátækasti samfélagshópurinn látinn taka á sig enn meiri skerðingar. Það er óásættanlegt að öryrkjar og fatlað fólk eigi enn eina ferðina að taka á sig þyngsta höggið. Enn og aftur er jaðarsettasti hópur samfélagsins settur í þá stöðu að vera fórnað fyrir aðra hagsmuni. Í alvöru talað, hve langt á þessi gengdarlausa óvild gagnvart þeim hópi sem ég tilheyri, fötluðu fólki, að ganga?“

Hvað kallast slíkt framferði?

Þuríður spyr hvernig ætlast eigi til þess að öryrkjar lifi af 212 þúsund krónum á mánuði:

„Örorkulífeyrisþegar mega í dag búa við framfærslu sem engan veginn dugar. Ég spyr hvernig á að lifa af 212.000 kr. á Íslandi í dag? Hvernig geta stjórnvöld ætlast til þess að fatlað og veikt fólk nái endum saman á þessari upphæð? Hvernig er hægt að leggja meiri skerðingar á jaðarsettasta hóp samfélagsins? Hvað myndum við kalla slíkt framferði á skólalóðinni?“

Minnisvarði Katrínar

Þuríður spyr að lokum hvort loforðasvikin verði minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur:

„Ríkisstjórn Íslands ætlar sér, skv. þessu, ekki að sinna þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við sem þjóð lögðum upp með, þegar enn voru til þingmenn sem horfðu í gegnum gleraugu mannúðar á þann hóp samfélagsins sem veikastur stóð. Að afreka það að gera fatlað fólk á Íslandi enn fátækara. Að staða þess fari síversnandi í stað sífellt batnandi lífskjara, eins og sæmandi væri á mesta hagvaxtarskeiði þjóðarinnar. Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill og Óli Valur

Simmi Vill og Óli Valur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga er Reykvíkingur ársins 2019

Helga er Reykvíkingur ársins 2019
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?