fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Rekstur kirkjugarða Íslands á grafarbakkanum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. júní 2019 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, segir í nýjasta tölublaði Bautasteins, sem er málgagn sambandsins, að miðað við nýjustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði ekki betur séð en að niðurskurðurinn á framlagi ríkisins til kirkjugarða frá 2020-2024 verði 40 prósent, sé miðað við samkomulag kirkjugarða og ríkisins frá 2005:

„Lengra verður ekki gengið í þeim efn­um,“

segir Þórsteinn sem nefnir einnig að hækka þurfi ársframlagið til kirkjugarða um 460 milljónir króna til að bæta upp þá skerðingu sem kirkjugarðar urðu fyrir í kjölfar hrunsins 2008.

Árið 2005 var samið um að ríkið fjármagnaði öll útgjöld kirkjugarða vegna lögbundinn a verkefna þeirra, á grundvelli einingarverðs fyrir einstaka verkþætti og var samið um nýtt gjaldalíkan milli Kirkjugarðsráðs og fjármálaráðuneytisins.

Í samantekt Morgunblaðsins kemur fram að samkvæmt útreikningum hafi skerðingin til kirkjugarða numið 3.4 milljörðum á árunum 2009-2018, sé miðað við samkomulagið við ríkið frá 2005.

Árið 2016 voru 20 stærstu kirkjugarðarnir á Íslandi allir reknir með tapi, nema þrír, en alls eru á Íslandi um 250 kirkjugarðar. Yfir þeim eru eru 236 ólaunaðar stjórnir, en stærsti útgjaldaliðurinn er launakostnaður starfsmanna, eða 82% af lögbundnum tekjum hjá stærstu kirkjugörðunum.

Þórsteinn segir í grein sinni að ekkert hafi gengið að ræða við ráðherra og embættismenn um málið, en stjórn Kirkjugarðasambandsins fékk til dæmis almannatengil til þess að aðstoða sig, án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag