fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarna: „Þetta má kalla sögulega kúvendingu á íslenskum fjölmiðlavettvangi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. júní 2019 15:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar um eignarhald og ritstjórnarstefnur fjölmiðla, nánar tiltekið Morgunblaðsins og Fréttablaðsins:

„Hvorki Fréttablaðið né Morgunblaðið styðja stjórnmálaflokka en gæta eins og eðlilegt er hagsmuna eigenda sinna. Á ritstjórnarstefnu blaðanna er greinilegur munur þegar litið er til þess hvernig tekið er á viðfangsefnum í ritstjórnardálkum þeirra.“

Björn rifjar upp tilurð Fréttablaðsins, sem hann segir að hafi gengið erinda Samfylkingarinnar á sínum tíma:

„Um þessar mundir eru 17 ár frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson keypti Fréttablaðið með leynd af Gunnari Smára Egilssyni. Jón Ásgeir beitti blaðinu í kosningabaráttunni 2003 í þágu Samfylkingarinnar. Þetta var á tíma Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáv. formanns Samfylkingarinnar, þar sem hún sagði kaupsýslumenn skiptast í tvö horn, þá sem styddu Davíð Oddsson og andstæðinga hans. Ári síðar logaði allt í illdeilum vegna fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Efnt var til fjöldamótmæla af hálfu aðstandenda Fréttablaðsins sem ákölluðu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sér til hjálpar. Fjölmiðlafrumvarpið rann út í sandinn. Um allt þetta má lesa hér á þessum vefmiðli, bjorn.is, og í bók minni Rosabaugur yfir Íslandi. Þegar hér voru gefin út áskriftarblöð blómstraði Morgunblaðið og bar höfuð og herðar yfir aðra íslenska fjölmiðla. Stofnun fríblaðsins, Fréttablaðsins, var til höfuðs Morgunblaðinu.“

Af sem áður var

Björn minnist á kaup Helga Magnússonar á helmingshlut í Torgi á dögunum, sem á Fréttablaðið. Þar með hafi lokið 17 ára „einráðum“ Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, yfir blaðinu. Þá greinir Björn muninn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu og virðist sjálfur snúast á sveif gegn ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins, sem er bæði gamall vinnustaður Björns, sem og málgagn Sjálfstæðisflokksins, þangað til að Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri þess. Davíð hefur sem kunnugt er yfirgefið hugmyndafræði síns gamla flokks á liðnum árum og hrifist með stefnu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, ekki síst varðandi þriðja orkupakkann, en Björn er einn helsti stuðningsmaður innleiðingarinnar á orkupakkanum.

„Á Fréttablaðinu er hvatt til frjálsra viðskipta og lýst eindregnum stuðningi við EES-aðildina án þess að fyllast ótta vegna þriðja orkupakkans. Þá sætir framganga Miðflokksins og þingmanna hans harðri gagnrýni.

Á Morgunblaðinu er lýst efasemdum um frjáls viðskipti eins og þau þróast með EES-samningnum og hart barist gegn þriðja orkupakkanum. Þá sætir framganga Sjálfstæðisflokksins og þingmanna hans harðri gagnrýni.

Þetta má kalla sögulega kúvendingu á íslenskum fjölmiðlavettvangi og forvitnilegt verður að sjá til hvers hún leiðir,“

segir Björn Bjarnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“