fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Ær og kýr einræðisins

Egill Helgason
Mánudaginn 10. júní 2019 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einræðisstjórnir eins og sú í Tyrklandi þrífast á vænisýki. Átyllur til að móðgast fyrir hönd þjóðarinnar eru eins og guðsgjöf fyrir þær. Þannig verður stutt töf á flugvelli að meiriháttar milliríkjamáli og ekki verður móðgunin minni ef veifað er uppþvottabursta – sem síðan breytist í meðförum fjöl- og samskiptamiðla í klósettbursta.

Málið fer inn innstu sali valdsins, utanríkisráðherrann lætur til sín taka og sjálfur Erdogan er á móðgunarvaktinni.

Svo verður þetta spurning um ytri ógn – en ógnir, gjarnan ímyndaðar, eru ær og kýr hins popúlíska einræðis. Þess er krafist að öryggisgæsla um tyrkneska fótboltaliðið verði hert, gripið verði til sérstakra ráðstafana á Laugardalsvelli, svo forða megi Tyrkjunum frá bráðri hættu.

Þetta er eintómt sjónarspil og auðvitað á ekki að taka mark á þessu, en það er pínu spaugilegt að lesa svívirðingarnar sem hellast yfir Íslendinga á netinu með aðstoð Google Translate.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti