fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Sjósundskappi stofnar stjórnmálaflokk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Lafleur sem þekktur er fyrir sjósund og bókaútgáfu meðal annars hefur stofnað nýjan stjórnmálahreyfingu sem ber heitið Lýðræðishreyfingin. Benedikt hefur undanfarið beitt sér mjög í andófi gegn þriðja orkupakkanum og er stofnun flokksins sprottin upp úr þeirri baráttu. Í tilkynningu frá Benedikt um þetta mál segir orðrétt:

„Helsti hvatamaður þessarar nýju hreyfingar, Benedikt Lafleur, telur að snúa þurfi valdastrúktúrnum 180%, hann sé einfaldlega á hvolfi. Umræðan um OP3 hafi vakið hann til meðvitundar um hversu hættulegt það geti verið fullveldi Íslands og lýðræðinu að tiltölulega fámennur hópur fólks skuli geta vélað um framtíð þjóðarinnar og hunsað bæði þjóðarvilja og samþykktir eigin flokksfélaga.

Eðlilegast sé að almenningur taki ákvarðanir um hagsmuni sem snerta samfélagið um aldur og ævi, löggjafinn hlýði niðurstöðunni og ráðherrar hrindi henni í framkvæmd án þess að koma nálægt samningu laganna.

Þegar sé byrjað að selja landið og þeirri þróun þurfi að snúa við með því að: tryggja samfélagslega stjórnun á nýtingarrétti helstu auðlinda landsins, s.s. sjávarauðlindinni, orkulindunum og jarðeignum eins og segir í 6. gr. hins nýja félags. 

Þetta gæti þýtt í framkvæmd að þeir sem vilja kaupa jarðir á Íslandi þurfi að eiga hér heima lögheimili og standast strangar kröfur um búsetu og nýtingu landgæðanna.

Höfða verði sérstaklega til annars vegar eldra fólks og yngstu kjósendanna, en þessir tveir hópar hafa þurft að sæta miklum fordómum í hinni pólitísku umræðu, sem og svokallaðir öryrkjar… en Benedikt vill útrýma því hugtaki og tryggja þessum hópum möguleika til að bjarga sér mun betur en hægt er í dag. Benedikt vill sjá samvinnu á milli þessara ólíku

aldurshópa.

Búist er við opnum fundi hreyfingarinnar innan skamms sem allur almenningur getur sótt og þá fyrst getur  hafist hugmyndafræðileg málefnavinna fundargesta með lýðræðislegum leikreglum sem tekur til allra sviða samfélagsins.  Þangað til verður mjög fljótlega hægt að fylgjast með næstu skrefum hinnar nýju hreyfingar á fésbókinni:  Lýðræðishreyfingin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti