fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Svört spá Isavia: Erlendum farþegum gæti fækkað um tæplega 400 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 14:05

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verður 1.927 þúsund og fækkar þeim um 388 þúsund á milli ára. Þetta er samkvæmt farþegaspá Isavia fyrir árið 2019.

Í spánni kemur einnig fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll muni fækka um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air.

Þá benda uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir. Loks er útlit fyrir að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra.

„Farþegaspá Isavia 2019 fyrir Keflavíkurflugvöll er unnin út frá upplýsingum um afgreiðslutíma sem flugfélögin hafa tryggt sér. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia, til viðbótar við þær fréttir sem borist hafa af flugfélögum. Spáin er að því leyti unnin með öðrum hætti en áður. Isavia telur hinsvegar að fyrir liggi nægar upplýsingar til að gefa út uppfærða farþegaspá og svara þannig ákalli markaðarins. Breytist forsendur verður þessi spá uppfærð,“ segir í tilkynningu sem Isavia sendi fjölmiðlum í dag.

Bent er á það að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hafi verið afar hröð á síðustu árum. Það hafi í sumum tilvikum kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað.

„Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“

Í spá fyrir árið 2019, sem birt var í janúar, var gert ráð fyrir að 8,9 milljón farþegar færu um Keflavíkurflugvöll í ár.

Isavia bendir á að þó svo að ferðamönnum sem fari um Keflavíkurflugvöll í ár fækki frá því sem var í fyrra eru farþegar áfram hvattir til að mæta tímanlega í flugstöðina. „Það er vegna þess að álagstímar eru enn til staðar í starfsemi flugfélaga á flugvellinum og flugferðir eru því oft á sama eða svipuðum tíma. Við mælum með því að farþegar komi til innritunar 2-2,5 klukkustundum fyrir brottför.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti