fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Formaður Frelsisflokksins kom á slysavettvang í nótt og fékk kaldar kveðjur lögreglu: „Nei takk – Drullið ykkur burtu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 12:00

Gunnlaugur Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Ingvarsson, Formaður Frelsisflokksins og leigubílstjóri hjá Hreyfli, vandar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ekki kveðjurnar á Facebook í morgun, en hann kom að manni liggjandi í götunni við Rauðarárstíg í nótt. Hann lýsir atburðarrásinni svona á Facebook:

„Síðastliðna nótt lendi ég í því að vera að keyra niður Laugarveginn við Hlemm sem oftar um 03 að nóttu og sé mér þá til skelfingar að fullorðinn maður liggur þar í götunni (Rauðarárstígnum) rétt framan við Hótel Herðubreið, bókstaflega í rennusteininum eins og steindauður í stellingu eins og hann hafi verið skotinn í stríði. Ég snarbeygi og stoppa og rík út úr bílnum mínum, mundaði símann en þá eru þarna fyrir tveir vegfarendur sem voru frá einhverju öryggisfyrirtæki, þau sögðust alveg nýlega vera búinn að tilkynna þetta atvik til lögreglu. Ég hljóp til og skoðaði manninn og sá að hann andaði þó hann væri litlaus og virtist alveg rænulaus, ég sá að ástandið var samt vægast sagt skelfilegt. Ég lagði leigubílnum mínum í snarhasti hinu megin við götuna í stæði þar til að vera alls ekki fyrir lögreglu- eða sjúkraflutningabifreiðum, èg furðaði mig reyndar á hvað það tæki lögregluna langan tíma að koma, þarna hinu megin við götuna. HREYFILL hefði brugðist miklu hraðar við útkalli,“

segir Gunnlaugur í lýsingu sinni.

Hann segist ávallt hafa verið lögreglunni innan handar þegar svo beri undir, hún hafi oftar en einu sinni notið aðstoðar hans og því hafi honum blöskrað framkoma lögreglunnar í nótt:

„Við leigubílsstjórar erum alveg í sama liði með lögreglunni og heiðvirðum borgurum við erum með augu alls staðar og lítum á okkur þegar þannig ber undir sem raunverulega og sanna samfélagsverði. En þegar lögreglan loksins kom á staðinn þessa nótt þá fljótlega skipuðu þau mér hranalega og hastarlega í burtu eins og ég væri fyrir þeim og fjandsamlegur. Ég var mjög undrandi og móðgaður á sama tíma stóð fólkið frá öryggisfyrirtækinu nánast við hliðina á þeim. – Lögreglan segir með þessu, leigubílsstjórar,  Nei takk – Drullið ykkur burtu. – Takk lögreglan í Reykjavík !“

Málið tekið til skoðunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar Gunnlaugi á Facebook hvar hún segist vilja heyra í Gunnlaugi og taka málið til skoðunar:

„Sæll Gunnlaugur. Þetta þykir mér afar leitt að heyra og raunar gegn minni upplifun – sjálfum finnst mér lögreglumenn vera afar sáttir við leigubílstjóra og þakklátir fyrir aðstoð sem þeir veita margoft, enda er það nú þannig að fáir eru jafn mikið á ferðinni og leigubílstjórar.
Mér þætti afar vænt um það ef þú myndir senda inn einkaskilaboð sem ég gæti þá svarað og kafað ofan í þetta mál og skoðað hversvegna viðbrögðin voru svona sein.
Kv.Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag