fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn segir stöðu Sigurðar Inga veika: „VG er að kúvenda í einu stærsta prinsipp máli íslenskra stjórnmála“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 16:10

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar er því endanleg og formleg staðfesting á því að VG hafnar þeirri hugmyndafræðilegu nálgun auðlindanefndar sem allir flokkar voru sammála um á sínum tíma. VG er að kúvenda í einu stærsta prinsipp máli íslenskra stjórnmála síðustu tvo áratugi. Að því leyti markar makrílfrumvarpið þáttaskil.“

Svo ritar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í pistli á Hringbraut í dag, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði nýverið fram frumvarp um nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem opnar fyrir þann möguleika að tillögur auðlindanefndar um gjald fyrir tímabundin afnot, verði ákveðin í almennri löggjöf.

Sigurður Ingi með veika stöðu

Þorsteinn segir það ólán að Framsóknarflokkurinn skuli ekki vera „áhrifaríkari“ og telur Sigurð Inga, formann flokksins, þurfa sterkari stuðning í könnunum til að ná fram málamiðlunum í málinu:

„Ef Framsókn stæði sterkt í skoðanakönnunum er allt eins líklegt að hún hefði getað knúið fram málamiðlun sem breið samstaða hefði getað tekist um. Hugsanlega með því að halda gjaldtökunni óbreyttri en lögfesta tímabundna aflahlutdeild í makrílstofninum. Sigurður Ingi Jóhannsson er af þeirri stærðargráðu í pólitík að hann hefði verið líklegur til að sýna bæði vilja og getu til að ná slíku fram ef flokkurinn hefði meira vægi. Óneitanlega væri það líka í betra  samræmi við stöðu Framsóknar á miðjunni. Þegar öllu er á botninn hvolft og í ljósi allra aðstæðna má því segja að það sé ólán að Framsókn skuli ekki vera áhrifaríkari í þessu máli  en raun ber vitni.“

Verðlaun fyrir vondan rekstur

Þorsteinn reifar málið og segir ágreiningin snúast um tvennt:

„Í fyrsta lagi hvort úthlutun aflahlutdeildar eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Í öðru lagi hvort greiða eigi fyrir verðmæti veiðiréttarins í tiltekinn tíma eins og auðlindanefnd lagði til eða hvort leggja eigi auka tekjuskatt á útgerðina og verðlauna menn fyrir lélegan rekstur, sem er hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar.“

Hann segir einnig að langstærsta ágreiningsefnið sé það prinsipp hvort veiðirétturinn eigi að vera ótímabundinn eða tímabundinn, til dæmis í 20-25 ár:

„Stóra breytingin í íslenskri pólitík er sú að VG er nú forystuflokkurinn gegn tímabundinni aflahlutdeild.“

Þorsteinn nefnir sérstaklega að aðferðin við skattlagninguna sé mikilvæg og hafi almenna þjóðhagslega þýðingu:

„Skattlagning tímabundinna heimilda getur bæði gerst á markaði og eins með því að lögfesta fast gjald fyrir hverja einingu í aflahlutdeildinni. Auka tekjuskattur stríðir í sjálfu sér ekki gegn tímabindingu þótt sú aðferð sé þjóðhagslega óhagkvæm og geti tæplega talist greiðsla fyrir aðgang að auðlind.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus