fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Segir Steingrím vera „skítsama“ um öryrkja og misbýður „frekjukast“ hans í ræðustól

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að málflutningur forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, hafi misboðið sér, er hann skammaði tárvota Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að vita ekki um hvað hún væri að tala.

Hafði Inga komist við í pontu Alþingis í ræðu sinni um óréttlæti krónu á móti krónu skerðingar sem öryrkjar þyrftu að búa við, síðan að ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu Sigurðardóttur hafi komið henni á eftir hrun. Taldi hún að skerðingin væri lítilsvirðandi og jafnvel ólögleg, en sjálf er Inga öryrki.

Brást Steingrímur reiður við „óhróðri“ Ingu og sagðist ekki sitja þegjandi undir slíku. Benti Steingrímur á að króna á móti krónu hafi verið sett á í tengslum við sérstaka uppbót á lífeyri sem Jóhanna Sigurðardóttir hafi komið á sem félagsmálaráðherra og hafi á sínum tíma verið mikil réttarbót fyrir öryrkja. Þó svo að þessi viðbót hafi verið tekjutengd þá verði að muna að þarna var verið að bæta kjör þeirra sem lakast stæðu á tíma þegar fjármunir ríkis voru afar takmarkaðir.

Sjá nánar: Allt á suðupunkti á Alþingi:Inga Sæland grét og Steingrímur hrópaði – „ÞÁ SIT ÉG EKKI ÞEGJANDI UNDIR SVONA LÖGUÐU“

Misbýður frekjukastið

„Mér er algjörlega misboðið að hlusta á málflutning Steingríms J. Sigfússonar, sem finnst nógu gott fyrir öryrkja að hafa ENN krónu á móti krónuskerðinguna. Þessa sérstöku framfærsluuppbót sem er skert 100% og var sett aftur á í tíð hans og Jóhönnu Sig.,“

segir Þuríður á Facebook.

„Hann gerir engan greinamun á því hvort hér sé dýpsta efnahagskreppa eða mesta hagsældarskeið Íslands. Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu. Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“

Þuríður nefnir að öryrkjar þurfi að lifa á 212 þúsund krónum á mánuði, framfærslu í boði ríkisstjórnarinnar, meðan ÖBÍ hafi í mörg ár þurft að biðja um afnám krónu á móti krónu skerðingarinnar og að framfærsla öryrkja verði til jafns við lágmarkslaun:

„Sú ríkisstjórn sem nú situr, sýndi svo sannarlega hvað þeim finnst um öryrkja, þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan langt upp fyrir örorkulífeyrir. Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 – Atvinnleysisbætur kr. 280.000 – Örorkulífeyrir kr. 248.000 – Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrar, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir! Í boði ríkisstjórnar og forsætisráðherra, sem sennilega fékk atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum vegna orða sinna um að ekki ætti að láta fátækt fólk bíða eftir réttlæti.“

Viðbætur ekki bornar undir ÖBÍ

Þá segir Þuríður að í frumvarpinu sem nú liggi fyrir þinginu, sé ríkisstjórnin að reyna að læða inn öðrum atriðum sem ekki voru rædd um við ÖBÍ:

„Mér þykir ekki smart að ætla að keyra í gegn frumvarp sem inniheldur eitthvað fleira en það sem akkúratt var rætt við okkur forsvarsmenn fatlaðs fólks um!“

Nefnir Þuríður að frumvarpið snúist um annað og meira en upphaflega stóð til:

„Þetta frumvarp sem nú er til afgreiðslu á þingi átti aldrei að innihalda neitt annað en það að koma þessum 2,9 ma kr. í vinnu í þágu örorkulífeyrisþega. Þar á þessi skammarlegi vitnisburður margra ríkisstjórna sérstök framfærsluuppbót sem skerðist 100% á atvinnutekjur að lækka í 65% og taka á upp nokkurskonar samtímakeyrslu á örorkulífeyrir. (Hins vegar er markmiðið að auka sveigjanleika hvað varðar meðferð atvinnutekna lífeyrisþega við útreikning greiðslna þannig að það verði valkostur að tilfallandi eða tímabundnar atvinnutekjur hafi eingöngu áhrif á útreikning bóta í þeim mánuðum sem þeirra er aflað en skerði ekki rétt til bóta í öðrum mánuðum.)

Það sem kom mér í opna skjöldu er það að inn í þetta frumvarp er laumað inn klausu varðandi slysabætur og búsetuskerðingar: Þá er gert ráð fyrir að bætur samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015, bætist í upptalningu á þeim tekjum sem teljast til tekna samkvæmt ákvæðinu.

Í þriðja lagi er gert ráð fyrir lögfestingu ákvæðis 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1200/2018, um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, um að fjárhæð sérstakrar uppbótar vegna framfærslu reiknist í samræmi við réttindi til örorkulífeyris hér á landi, sbr. 18. gr. laga um almannatryggingar. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir í raun og vil alls ekki hafa þetta í þessu frumvarpi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag