fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg kemst á topp fimm lista yfir lífsgæði – Borgarskipulag og mannauður taldir sem veikleikar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 12:30

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaháskólinn IESE í Barselóna hefur sett Reykjavík í fimmta sæti yfir sjálfbærar og snjallar borgir. Styrkleikar Reykjavíkur felast einna helst í loftslagsmálum en útreikningar háskólans sýna að Reykjavíkurborg er í fyrsta sæti hvað þau varðar. Listi IESE,Cities in Motion hefur verið gefinn út í sex ár og er þetta annað árið í röð sem Reykjavíkurborg lendir í fimmta sæti á honum, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

IESE telur Reykjavík standa mjög framarlega í loftslagsmálum, tækniþróun og samheldni borgarbúa. Veikleikar borgarinnar liggi hins vegar í núverandi borgarskipulagi og mannauði.

„Reykjavík lendir þarna í annað sinn í fimmta sæti af 174 borgum sem háskólinn mælir og er það mikil viðurkenning fyrir okkur og þau lífsgæði sem borgin býður upp á. Þetta er auðvitað frábær árangur sem við getum öll verið stolt af enda er þetta ein mikilvægasta lífsgæðamæling á borgum sem framkvæmd er í heiminum,“

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Á toppnum á listanum trónir London, New York er í öðru sæti, Amsterdam í þriðja og París í fjórða sæti. Kaupmannahöfn er í áttunda sæti og hafa Danir hampað þeim árangri.

Í tilkynningu IESE kemur fram að listinn gefi raunsanna mynd þróun borga en við gerð hans eru ýmsir þættir metnir, svo sem hagkerfi, borgarskipulag, loftslagsmál og ýmsir innviðir.

Borgarstjóri segir að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið allt hafi góð tækifæri til að bæta sig þar sem unnið sé á fullu að þéttingu byggðar, Borgarlínu og bættum innviðum fyrir hjólreiðar og almenningssamgöngur:

„Við höfum græna raforku, hitaveitu og tækniinnviðir eru traustir þar sem borgin er leiðandi á heimsvísu í ljósleiðaratengingum og nethraða. Svo bætist allt hitt við sem við erum að vinna að til að gera höfuðborgina að ennþá meiri lífsgæðaborg,“

segir borgarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun