fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

„Hálfvitinn“ fór 100 milljónir fram úr áætlun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitinn við Sæbraut er nú nánast frágenginn og staðfest er að hann fer 100 milljónir fram úr áætlun. Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að verkefnið myndi kosta 75 milljónir en endanleg niðurstaða er 175 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt á RÚV.

Mörgum þykir mikil prýði að verkinu en aðrir hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gagnrýnt þessa framúrkeyrslu harðlega, sem og umframkostnað í nokkrum öðrum verkefnum borgarinnar. Í frétt Eyjunnar 2. apríl voru þessi ummæli höfð eftir Vigdísi:

„Kæru Reykvíkingar og landsmenn allir. Hálfvitinn við Höfða er að rísa. Kostnaðaráætlun 75 milljónir. Endanlegur kostnaður ekki kominn – en stóð í rúmum 175 milljónum þegar ég athugaði síðast …!!!“

Samkvæmt síðustu fréttum reyndist þessi tala sem Vigdís tilgreinir vera sú endanlega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag